spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaValgerður: Hlakka til að sýna hvað ég er búin að bæta í...

Valgerður: Hlakka til að sýna hvað ég er búin að bæta í boxinu mínu

Mynd: Christian Hestnæs

Valgerður Guðsteinsdóttir keppir sinn sjötta atvinnubardaga í boxi nú á laugardaginn. Valgerður berst þá á Nordic Fight Night boxkvöldinu í Svíþjóð.

Valgerður er eina íslenska konan sem keppir sem atvinnumaður í boxi og jafnframt sú fyrsta. Valgerður er 3-2 sem atvinnumaður en síðast barðist hún í október 2018 þar sem hún tapaði.

Í þetta sinn mun Valgerður keppa sex lotu bardaga á móti hinni úkraínsku Sabina Mishchenko. Valgerður heldur út á fimmtudaginn til Uppsala í Svíþjóð þar sem bardaginn fer fram ásamt þjálfara sínum, Davíð Rúnari Bjarnasyni.

„Ég er vel stemmd, þægilegt kamp að baki upp á þyngd að gera og má ég því borða fullt sem er aðeins öðruvísi en ég er vön að gera,“ segir Valgerður en bardaginn fer fram í 62 kg flokki en Valgerður er vön að berjast í 59 kg flokki.

„Þetta er líka búinn að vera aðeins öðruvísi undirbúningur þar sem ég er með annan þjálfara, hann Davíð. Ég hlakka til að sýna hvað ég er búin að bæta í boxinu mínu. Ég veit lítið um andstæðinginn nema að hún er 180 cm á hæð og verður áhugavert að fara á móti svona hárri og faðmlangri manneskju.“

Eins og áður segir fer bardaginn fram á laugardaginn en ekki er vitað á þessari stundu hvort streymt verður frá bardaganum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular