spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaValgerður tilbúin fyrir kvöldið - barist utandyra og 13 þúsund miðar seldir

Valgerður tilbúin fyrir kvöldið – barist utandyra og 13 þúsund miðar seldir

Mynd: Snorri Björns.

Valgerður Guðsteinsdóttir keppir sinn annan atvinnubardaga í hnefaleikum í kvöld. Bardaginn fer fram á stóru boxkvöldi í Noregi og er Valgerður í góðum gír fyrir kvöldið.

Valgerður er í 2. bardaga kvöldsins en sex bardagar fara fram á kvöldinu en þar af eru fjórir kvennabardagar.

Samkvæmt áætluninni ætti Valgerður að byrja um það bil kl 18 á íslenskum tíma en hægt verður að horfa á bardagana í gegnum Pay Per View Viaplay fyrir 299 norskar krónur (3.500 íslenskar krónur).

Vigtunin fór fram í gær þar sem Valgerður vigtaði sig inn 59,2 kg en andstæðingurinn, Marianna Gulyas (14-24), var tveimur kílóum léttari. Valgerður er mjög brött, líður vel og getur ekki beðið eftir kvöldinu.

Andstæðingur Valgerðar er mjög reynslumikil hnefaleikakona með hvorki meira né minna en 38 atvinnuviðureignir að baki þó svo að hún sé aðeins 29 ára gömul. Sigurhlutfallið í þessum viðureignum er henni að vísu ekki í hag en það breytir því ekki að reynslan úr hringnum gæti reynst henni afar drjúg.

Þetta verður stærsti viðburður í sögu kvennabox á Norðurlöndunum. Bardagarnir fara fram utandyra en um 13 þúsund áhorfendur verða á staðnum. Í aðalbardaganum mætast þær Cecilia Brækhus og Erica Farias og verða mörg belti undir í kvöld. Brækhus er 30-0 sem atvinnumaður og stórt nafn í Noregi.

Mynd: Guðjón Vilhelm.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular