spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVar Nick Diaz skakkur í bardaganum?

Var Nick Diaz skakkur í bardaganum?

nick-diaz2Eins og við greindum frá fyrr í morgun féllu bæði Anderson Silva og Nick Diaz á lyfjaprófi í tengslum við bardaga þeirra um helgina. Var Joe Schilling, æfingafélagi Diaz, að ýja að því að Diaz hafi verið skakkur í bardaganum?

Joe Schilling er einn af fremstu sparkboxurum heims um þessar mundir en hann æfði mikið með Diaz til að aðstoða hann í undirbúningi sínum fyrir Anderson Silva. Schilling hafði þetta að segja um lyfjaprófshneykslið.

joe schilling

Það er hugsanlega ágætis vísbending þegar einn af aðal æfingafélögum Diaz gefi til kynna að Diaz hafi verið undir áhrifum marijúana í bardaganum. Diaz hefur áður verið undir áhrifum marijúana í bardaga þegar hann sigraði Takenori Gomi í Pride árið 2007. Þá mældist THC magnið svo hátt að fátt annað kæmi til greina en að hann hafi einfaldlega verið skakkur í bardaganum. Ekkert hefur þó heyrst frá Diaz eða hans fólki síðan fréttirnar brutust út en hann kemur fyrir NAC nefndina þann 17. febrúar.

Það er þó auðvitað líklegt að Diaz hafi neytt marijúana einhverjum dögum fyrir bardagann enda er THC (virka efnið í marijúana) einhverja daga að fara úr líkamanum.

Hvað haldið þið lesendur? Ætli hann hafi verið undir áhrifum marijúana í bardaganum sjálfum?

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular