Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaAnderson Silva og Nick Diaz féllu báðir á lyfjaprófi

Anderson Silva og Nick Diaz féllu báðir á lyfjaprófi

anderson diazUFC gaf það út í gærkvöldi að bæði Anderson Silva og Nick Diaz hefðu fallið á lyfjaprófi. Leifar af marijúana fundust í prófi Diaz á meðan Silva hefur verið fundinn sekur um steranotkun.

Þetta eru svo sannarlega óvænt tíðindi og áfall fyrir UFC að einn besti bardagamaður allra tíma skuli hafa fallið á lyfjaprófi. Sterarnir sem fundust í lyfjaprófi Silva kallast drostanalone og eru þekktir meðal íþróttamanna sem þurfa að halda sig í ákveðnum þyngdarflokki. Lyfjaprófið fór fram þann 9. janúar en UFC vissi ekki af niðurstöðum prófsins fyrr en í gær. Að auki fundust leifar af androsterone sterunum.

Til að bæta gráu ofan á svart féll Nick Diaz einnig á lyfjaprófi. Marijúana fannst í lyfjaprófinu sem framkvæmt var eftir bardagann síðasta laugardag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diaz fellur á lyfjaprófi fyrir marijúana notkun.

Anderson Silva fór með sigur af hólmi á laugardaginn en líklegt er að sigurinn verði dæmdur ógildur vegna lyfjaprófsins. Hugsanlega ákveður Anderson Silva að leggja hanskana á hilluna núna. Hann hefur áður sagt að þeir sem falla á lyfjaprófi vegna steranotkunar ættu ekki að fá að berjast aftur.

„Þegar menn falla á lyfjaprófi vegna steranotkunar ætti að banna þeim að berjast aftur. Þegar menn nota stera þá nota þeir þá í langan tíma. Ef þú notar stera í langan tíma áttu við vandamál að stríða og það er slæmt fyrir íþróttina.“

Þetta lét Silva hafa eftir sér í október í fyrra og ef hann er samkvæmur sjálfum sér mun hann aldrei berjast aftur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

 1. Já það var heppilegt. 🙂
  En þetta er auðvitað skelfilegt . Kemur svo sem ekki á óvart með einhverjar kannabis leyfar í Diaz. Nú er hins vegar staðan sú að síðustu tveir, “pund fyrir pund” toppar UFC, þ.e. Jones og Silva eru alvarlega búnir að skíta uppá bak. Það má kannski verja ufc með því að þeir virðast allavega vera að lyfjaprófa þessa kappa. Refsingin er hins vegar ekki merkileg og ætti að mínu mati að vera meiri.

  Þetta má ekki verða eins og í boxinu þar sem þetta virðist hins vegar hafa verið “leyfilegt” í hnefaleikaheiminum í langan tíma. T.a..m. Þá fannst androsterone í Roy Jones Jr. í kringum 2000, ekkert var gert. Fannst einnig í mótherjanum sem mig minnir að hafi verið Richard Hall. Boxheimurinn virðist allatíð hafa verið duglegur við að láta lítið fara fyrir þessu. Kannski er þeim sama hvort boxararnir séu á þessu, vandamálið er bara ef þeir nást.
  Til að mynda var ein ástæða þess að Mayweather og Pacman börðust ekki sú að þeir gátu ekki samþykkt tímasetningu lyfjaprófs. En í boxinu er lyfjaprófið vikum fyrir bardagana. Staðreyndin er nefninlega sú að margir af þeim allrabestu féllu á lyfjaprófum. Má þar nefna Erik Morales, Shane Mosley, Holyfield, Vargas og Julio Caesar Chavez Jr. Þetta er ekki bara vandamál í UFC eða hnefaleikum, heldur eru atvinnumannaíþróttirnar almennt í vandræðum útaf þessu.
  Núna er risastórt lyfjahneyksli í ameríska hafnaboltanum, þar sem ljóst er að ein stærsta stjarna þeirra hefur misnotað lyf í langan tíma.
  Þetta er ekki bara að versna, þetta er löngu orðið of slæmt og kannski bara tímaspurnsmál hvenær menn hætta að eltast við þetta

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular