Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTJ Dillashaw vs. Demetrios Johnson?

TJ Dillashaw vs. Demetrios Johnson?

Demetrious-JohnsonFluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson er án andstæðings og virðast fáir möguleikar vera fyrir hendi. Meistarinn talaði um að hann langi að berjast fljótlega en enginn virðist þess verðugur að mæta Johnson þessa stundina.

John Lineker sigraði Ian McCall síðasta laugardag en bardaginn átti að úrskurða um hvor yrði næsti andstæðingur fluguvigtarmeistarans Demetrious Johnson. Lineker mistókst hins vegar að ná 125 punda takmarkinu í fjórða sinn í UFC og hefur verið skipað að færa sig upp í bantamvigt. Þar af leiðandi er enginn sem kemur til greina sem næsti andstæðingur meistarans Johnson.

John Dodson er enn meiddur en ef hann væri heill væri hann klárlega næsti andstæðingur Johnson. Aðrir hafa annað hvort tapað fyrir meistaranum eða eiga bardagann einfaldlega ekki skilið. Það eru því fáir möguleikar í stöðunni og spurning hvort að UFC gæti ekki sett Johnson í skemmtilegan bardaga á meðan?

Einn bardagi sem væri hreinlega draumur í dós væri bardagi milli bantamvigtarmeistarans TJ Dillashaw og Johnson. Vissulega á Dillashaw að mæta Renan Barao á UFC 186 í lok apríl en það er bardagi sem fáir virðast hafa áhuga á. Renan Barao leit ekki stórkostlega út þegar hann sigraði Mitch Gagnon og undir eðlilegum kringumstæðum hefði Barao þurft að sigra annan andstæðing til viðbótar til að fá annað tækifæri á beltinu. Því miður fyrir bantamvigtina eru bæði Dominick Cruz og Raphael Assuncao enn meiddir og Barao því eini kosturinn fyrir Dillashaw.

Auðvitað gat UFC ekki gert ráð fyrir að Lineker myndi ekki ná þyngd í fjórða sinn og þannig sett allt á annan enda í fluguvigtinni, en hversu frábært hefði það verið ef báðir meistarar væru án andstæðings og kapparnir myndu mætast? Bardaginn gæti farið fram í svo kallaðri „catchweight“, 130 pund (á milli 125 og 135 punda flokkanna), og verið einfaldlega frábær skemmtun fyrir áhorfendur. Beltin þyrftu ekki að vera í húfi og þarna gætum við fengið að sjá tvo frábæra meistara eigast við.

Dillashaw hefur áður sagt að hann gæti náð 125 punda takmarkinu í fluguvigt og því ætti 130 pund ekki að vera mikið stórmál fyrir hann. Þetta er þó ekki að fara að gerast á næstunni þar sem Dillashaw er nú þegar með bardaga við Barao og UFC er ekki að fara að hætta við bardagann. UFC gæti aftur á móti sett Johnson í skemmtilega bardaga í bantamvigtinni á meðan þeir bíða eftir að næsti áskorandi tryggi sér titilbardaga. UFC leyfði Anderson Silva að taka skemmtilega bardaga í léttþungavigtinni og ættu að geta leyft Johnson að taka bardaga í bantamvigtinni.

Hvernig haldiði að bardagi milli Dillashaw og Johnson myndi fara?

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular