Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVar svæfður en tók samt gullið

Var svæfður en tók samt gullið

Rússinn Roman Vlasov tók gullið í -75 kg flokki á Ólympíuleikunum í Ríó á dögunum. Þrátt fyrir að vera svæfður í undanúrslitunum fór kappinn alla leið í grísk-rómversku glímunni.

Roman Vlasov mætti Króatanum Bozo Starcevic í undanúrslitum. Þegar Vlasov var 6-0 yfir var hann svæfður af Starcevic. Uppgjafartök (í þeim tilgangi að fá andstæðinginn til að gefast upp) eru bönnuð í grísk-rómverskri glímu og þrátt fyrir að Vlasov hafi verið svæfður var glíman látin halda áfram. Starcevic fékk sín stig fyrir að koma Vlasov á bakið en á endanum sigraði Vlasov 6-3.

Vlasov komst því í úrslit þar sem hann sigraði Danann Mark Overgaard. Atvikið í undanúrslitunum má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular