spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVasyl Lomachenko býðst til þess að aðstoða Conor McGregor

Vasyl Lomachenko býðst til þess að aðstoða Conor McGregor

Einn besti boxari heims, Vasyl Lomachenko, hefur nú rétt fram hjálparhönd til Conor McGregor. Lomachenko hefur boðist til þess að æfa með Conor til að hjálpa honum að undirbúa sig fyrir boxbardagann gegn Floyd Mayweather.

Hinn 29 ára Vasyl Lomachenko er að margra mati besti boxari heims um þessar mundir. Lomachenko sigraði Miguel Marriaga um síðustu helgi með rothöggi í 7. lotu. Lomachenko setti þessa færslu á Twitter í gær:

Ef Conor vantar annan æfingafélaga þarf Conor ekki að gera neitt nema hringja í Lomachenko. Ólíklegt er að af þessu verði en þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem Lomachenko æfir með MMA bardagakappa. Lomachenko æfði með fyrrum bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw í mars.

Æfingar og æfingafélagar Conor McGregor hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu eftir að Paulie Malignaggi yfirgaf æfingabúðirnar í fússi. Boxbardagi Conor gegn Floyd Mayweather fer fram þann 26. ágúst.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular