spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVeðbankarnir - UFC 31. maí 2014

Veðbankarnir – UFC 31. maí 2014

T.J. Dillashaw kenndi okkur um síðustu helgi að það getur allt gerst í MMA. Veðbankarnir voru með líkurnar u.þ.b. 6 á móti 1 en hann gjörsigraði meistarann. Dillashaw er kannski undantekningin frá reglunni en minnir okkur á að það er ekkert sem heitir öruggur sigur í þessum bransa.

Á laugardaginn verða tvö UFC bardagakvöld í fyrsta skipti í sögu UFC. Við lítum hér yfir hvort það séu einhver álitleg tækifæri til að leggja undir, allir stuðlar er fengnir af Betsson eins og áður. Stuðlar eru í sviga fyrir aftan nöfnin, til upprifjunar eru þetta margföldunarstuðlar. Ef þið t.d. veðjið 1.000 kr. á Fabio Maldonado (stuðull 5,00) og hann vinnur skilar það 5.000 kr.

Þetta eru margir bardagar og það eru mörg lítið þekkt nöfn. Í stað þess að ræða hvern bardaga í smáatriðum verður samantekt fyrir neðan bæði bardagakvöldin með helstu tækifærum.

UFC Fight Night 41

Mark Muñoz (3,35) gegn Gegard Mousasi (1,33)

Francis Carmont (1,59) gegn C.B. Dollaway (2,39)

Luke Barnatt (1,45) gegn Sean Strickland (2,75)

Tom Niinimäki (1,45) gegn Niklas Bäckström (2,75)

Nick Hein (1,74) gegn Drew Dober (2,12)

Magnus Cedenblad (1,91) gegn Krzysztof Jotko (1,91)

Iuri Alcantara (1,26) gegn Vaughan Lee (3,95)

Peter Sobotta (2,60) gegn Pawel Pawlak (1,51)

Andy Ogle (2,60) gegn Maximo Blanco (1,49)

Viktor Pešta (2,75) gegn Ruslan Magomedov (1,46)

Helstu tækifæri: Á pappír virðist Mousasi vera slæmur andstæðingur fyrir Muñoz. Hann er hins vegar misjafn og á það til að koma manni á óvart. Stuðullinn er það hár á Muñoz að það gæti verið þess virði að taka sénsinn. Dollaway ætti að tapa fyrir Carmont en hann átti líka að tapa fyrir Cezar Ferreira. Áhættan er samt of mikil. Stærsta tækifærið virðist vera Vaughan Lee, með stuðulinn 3,95. Lee sigraði Nam Phan í hans í síðasta bardaga og það er engin skömm í töpum á móti Raphael Assunção og T.J. Dillashaw. Andstæðingurinn, Alcatara, er mjög góður en þessar líkur eru út í hött. Sean Strickland gæti líka verið ágætis kostur en honum er spáð miklum frama í UFC, 23 ára og með bardagaskorið 14-0.

Vaughan-Lee-UFC-on-Fuel-TV-4

The Ultimate Fighter Brazil 3 Finale

Stipe Miocic (1,18) gegn Fabio Maldonado (5,00)

Vitor Miranda (2,40) gegn Antonio Carlos Junior (1,57)

Márcio Alexandre Junior (2,70) gegn Warlley Alves (1,48)

Demian Maia (1,16) gegn Alexander Yakovlev (5,40)

Rony Jason (1,30) gegn Robbie Peralta (3,60)

Rodrigo Damm (3,35) gegn Rashid Magomedov (1,33)

Elias Silverio (1,24) gegn Ernest Chavez (4,15)

Paulo Thiago (1,45) gegn Gasan Umalatov (2,75)

Kevin Souza (1,28) gegn Mark Eddiva (3,75)

Helstu tækifæri: Það virðist ómögulegt fyrir hinn talsvert minni Maldonado að sigra Miocic, þó svo að bardaginn verði í Brasilíu. Við mælum því ekki með því veðmáli. Stóra tækifærið er hinsvegar Alexander Yakovlev með stuðulinn 5,40 á móti Damian Maia. Já, Maia er góður jiu-jitsu bardagamaður en hann er 36 ára og tapaði síðustu tveimur bardögunum sínum. Yakovlev er Rússi og sambó meistari eins og Omari Akhmedov. Hann er reynslumikill með 21 sigra og 4 töp. Hann vann síðustu þrjá bardaga, þar með talið Paul Daley í hans síðasta bardaga.

Ef þið sjáið frekari tækifæri, endilega látið vita í athugasemdunum.

alexander-yakovlev
Alexander Yakovlev
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Ég hef gaman af því að setja á underdogs öðru hvoru. Setti 4 evrur á einn miða:

    Maldonado – Miocic: 1 (5.00)
    Yakovlev – Maia: 1 (5.40)
    Souza – Eddiva: 2 (3.75)
    Silverio – Chaves: 2 (4.15)

    Ef að himnarnir hrynja og þetta fer svona þá eignast ég 1.680 evrur = 260.000 kr.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular