spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: Bestu UFC meistararnir pund fyrir pund

Föstudagstopplistinn: Bestu UFC meistararnir pund fyrir pund

Föstudagstopplistinn þessa vikuna er einfaldur, UFC meistararnir í gæðaröð, pund fyrir pund. Á listanum má sjá alla 9 UFC meistarana en það er alltaf erfitt að raða á svona lista og ekkert val réttara en annað. Listinn hér að neðan er eingöngu skoðun höfundar. Hvernig mynduð þið raða meisturunum 9?

anthony-pettis-kick-o

9. Anthony Pettis – léttvigt – 155 pund

Pettis á enn eftir að verja titil sinn en hann varð léttvigtarmeistari í ágúst síðastliðinn þegar hann sigraði Ben Henderson eftir uppgjafartak. Hann gjörsigraði meistarann en meiðsli og komandi TUF sería hafa gert það að verkum að við fáum ekki að sjá hann fyrr en seint á þessu ári. Hann mætir Gilbert Melendez í desember og ég held að Pettis tapi, þess vegna set ég hann hér.

ronda-gif

8. Ronda Rousey – bantamvigt kvenna – 135 pund

Það kemst engin með tærnar þar sem Rousey er með hælana í bantamvigtinni og er ekkert sem bendir til þess að hún muni tapa titlinum í náinni framtíð – nema Cris Cyborg komi sér í bantamvigt UFC. Hún er statt og stöðugt að bæta sig og á eftir að klífa upp þennan lista í náinni framtíð.

t.j.dillashaw

7. TJ Dillashaw – bantamvigt – 135 pund

Enn einn nýkrýndi meistarinn en hann gjörsigraði Renan Barao síðastliðið laugardagskvöld og færði Team Alpha Male fyrsta UFC titilinn sinn. Framfarirnar sem hann hefur sýnt hafa verið gjörsamlega ótrúlegar og því held ég að hann eigi eftir að ríkja lengi í bantamvigtinni.

Johny-Hendricks

6. Johny Hendricks – veltivigt – 170 pund

Johny Hendricks varð meistarinn fyrr á þessu ári þegar hann sigraði Robbie Lawler í frábærum bardaga. Veltivigtin er yfirfull af frábærum bardagamönnum og ég held að hann eigi ekki eftir að verða meistari lengi þrátt fyrir að vera frábær bardagamaður.

weidman

5. Chris Weidman – millivgt – 185 pund

Maðurinn sem vann Anderson Silva tvisvar í röð er alltaf að bæta sig. Hans bíða margir frábærir bardagamenn í millivigtinni en sá fyrsti í röðinni verður Lyoto Machida á UFC 175. Virðist vera með hausinn rétt skrúfaðan á og er með frábæra þjálfara. Millivigtin er sennilega einn mest spennandi þyngdarflokkurinn í UFC um þessar mundir.

Cain Velasquez vs Junior Dos Santos

4. Cain Velasquez – þungavigt

Hann hefur sigrið sinn helsta keppinaut, Junior Dos Santos, tvisvar með miklum yfirburðum en sá er lang næstbesti þungavigtarmaður veraldar. Mætir Fabricio Werdum seint á þessu ári en Werdum kemur með öðruvísi vinkil en aðrir bardagamenn sem meistarinn hefur mætt. Þó búast flestir við sigri Velasquez.

demetrious johnson ko

3. Demetrious Johnson – fluguvigt – 125 pund

“Mighty Mouse” virðist bara verða betri og betri með hverri titilvörninni. Hann er með ótrúlega fótavinnu, mikinn hraða, frábærar fellur og er nú farinn að klára bardaga sína. Ver titil sinn næst gegn Ali Bagautinov þann 14. júní á UFC 174 þar sem flestir reikna með sigri Johnson.

Jose Aldo Knees and Pounds Chad Mendes - UFC 142

2. Jose Aldo – fjaðurvigt – 145 pund

Sex titilvarnir í UFC og tvær í WEC færa honum annað sætið á þessum lista. Þó að spennan sem fylgir bardögum hans hafi dvínað örlítið undanfarin ár er ekki hægt að neita því að hann er einn af allra bestu bardagamönnum heims. Frankie Edgar er sá eini sem hefur komist nálægt því að sigra hann þar sem dómararnir gáfu honum tvær lotur og Aldo þrjár en samt virtist Aldo ekki vera í neinni hættu allan bardagann. Bardaginn gegn Chad Mendes gæti orðið spennandi enda hefur Mendes bætt sig gríðarlega síðan þeir mættust fyrst.

UFC 165: Jones v Gustafsson

1. Jon Jones – léttþungavigt – 205 pund

Fyrir ári síðan hefði verið erfitt að ákveða hver sé sá besti og sennilega hefðu Georges St. Pierre og Anderson Silva verið fyrir ofan Jones á listum margra. Í dag er hins vegar engin spurning um að Jon Jones sé besti bardagamaður heims í dag. Hefur varið UFC titil sinn sjö sinnum og virðist enn vera að bæta sig. Komst snöggt á toppinn í UFC og virðist ætla að vera þar lengi.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular