spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVeðmálin hrannast inn á Conor fyrir helgina

Veðmálin hrannast inn á Conor fyrir helgina

Það styttist í bardaga Conor McGregor og Dustin Poirier. Margir eru að veðja á Conor þessa dagana og er stuðullinn stöðugt að breytast.

Conor McGregor mætir Dustin Poirier um helgina á UFC 257. Mikil spenna ríkir fyrir bardagann og er Conor sigurstranglegri hjá veðbönkum.

Háar fjárhæðir hafa þegar verið settar á Conor McGregor samkvæmt ESPN sem hlaupa á miljónum. Samkvæmt ESPN eru hæstu upphæðirnar sem eru að koma inn núna í kringum 25 milljónir íslenskra króna.

Stuðullinn á sigur hjá Conor er frá 1,30 til 1,35 samkvæmt Best Fight Odds á meðan stuðullinn á sigur hjá Dustin Poirier er 3,25 til 3,74 hjá hinum ýmsu veðbönkum. Hægt er að veðja á bardagann hjá Lengjunni.

Stuðullinn hefur lækkað á Conor en þegar opnað var fyrir veðmál á bardagann var stuðullinn á Conor í kringum 1,60. Flestir sem eru að veðja á bardagann tippa á Conor og því hefur stuðullinn lækkað.

Veðmálunum á bara eftir að fjölga eftir því sem líður að bardaganum en bardaginn fer fram á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular