spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVenum kemur í stað Reebok og verður nýr fataframleiðandi UFC

Venum kemur í stað Reebok og verður nýr fataframleiðandi UFC

UFC tilkynnti í morgun að Venum verði nýr fataframleiðandi UFC. Reebok hefur framleitt allan fatnað UFC síðan 2015 en nú mun Venum taka við.

Samningurinn tekur gildi í apríl á næsta ári. Reebok samningurinn við UFC hófst árið 2015 og var gríðarlega umdeildur. Í fyrsta sinn máttu bardagamenn bara klæðast fatnaði frá Reebok í búrinu og máttu ekki sýna önnur fatamerki á viðburðum UFC.

Venum mun nú taka við af Reebok sem fataframleiðandi UFC. Allir bardagamenn UFC munu því klæðast fatnaði Venum í búrinu og vikunni fyrir bardagann.

Venum var stofnað árið 2006 og hefur getið af sér gott orð fyrir bardagavörur. Í fyrstu var talið að Nike eða Under Armour myndu koma í stað Reebok og því kemur það nokkuð á óvart að Venum verði fataframleiðandi UFC.

Bardagamenn voru ekki að fá mikið frá Reebok þegar Reebok tók yfir en Venum hefur sagt að þeir ætli að borga bardagamönnum UFC meira fyrir að klæðast vörum Venum í keppni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular