spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVerstu bardagamenn allra tíma: Scott "Lionheart" Blevins

Verstu bardagamenn allra tíma: Scott “Lionheart” Blevins

blevins2

Scott „Lionheart“ Blevins er án nokkurs vafa með eitt versta bardagaskor allra tíma! Í 17 bardögum hefur honum aldrei tekist að sigra! Eftir að hafa tapað tapað öllum áhugamannabardögum sínum ákvað hann af einhverjum ástæðum að gerast atvinnumaður í íþróttinni. Scott hefur aldrei náð að klára fyrstu lotuna í 17 bardögum. Fljótasta tapið hans tók aðeins 11 sekúndur en það tók hann lengst 2 mínútur og 6 sekúndur að tapa. Samanlagður tíminn í öllum hans bardögum eru 15 mínútur og 38 sekúndur sem er örlítið meira en einn þriggja lotu bardagi sem fer í dómaraákvörðun. Scott hefur ekki barist síðan í apríl 2011 og virðist því vera hættur sem er líklega best fyrir alla. Þrátt fyrir hvert tapið á fætur öðru hélt hann samt áfram þar sem honum fannst hann vera að bæta sig í hverjum bardaga og hafði mikla trú á að hann gæti náð sigri. Hann hafði þó gaman af þessu sem er virkilega aðdáunarvert og átti, ótrúlegt en satt, marga aðdáendur sem hvöttu hann til að halda áfram! Hann stefndi allan tíman á að verða heimsmeistari en var langt frá því að ná því markmiði á ferli sínum.

Öflugt spark í byrjun frá Scott dugði ekki til í þetta skiptið:

 

Ekki íþróttamannsleg framkoma hjá andstæðingi okkar manns:

Hér sýnir Scott óíþróttamannslega hegðun og var refsað fyrir það (bardaginn byrjar eftir 3:56):

Hér má sjá bardagaferil hans:

Scott blevins

spot_img
spot_img
spot_img
Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular