0

Glíma vikunnar

tarsis x Roger

Glíma vikunnar er nýr vikulegur liður hjá MMAfréttum.is þar sem teknar verða fyrir áhugaverðar BJJ glímur.

Glíma þessarar viku er frá heimsmeistaramótinu í BJJ 2010, úr opnum flokki svartra belta karla. Hér eigast við Tarsis Humphrey, sem ber grænt og gult belti í þessari glímu, og Roger Gracie.  Tarsis er tvöfaldur Brasilíumeistari og var fyrstur til þess að vinna bæði sinn flokk og opna flokkinn í Abu Dhabi World Pro Cup.  Roger Gracie er af mörgum talinn einn besti BJJ keppandi allra tíma, tólffaldur heimsmeistari og tvöfaldur ADCC meistari, en hann hefur nú snúið sér alfarið að MMA.

Glíman er áhugaverð að því leiti að hún sýnir hvernig annar keppandinn gjörsamlega yfirbugar hinn með einföldu og fallegu jitsi.  Myndbandið er rétt tæpar 5 mín og með mjög fræðandi íþróttafréttalýsingu.  Horfið og njótið!

 

 


 

Pétur Jónasson

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.