spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVerstu dómararnir í MMA

Verstu dómararnir í MMA

jon_jones_matt_hamill
Mazzagatti stöðvar bardaga Jon Jones og Matt Hamill.

Það er ummerki þess að dómari sé góður í vinnu sinni ef hann fellur inn í bakgrunninn og enginn tekur eftir honum. Hér verður hins vegar farið yfir þá dómara sem soga að sér sviðljósið vegna vafasamra ákvarðanna í hringnum.

Steve Mazzagatti er talinn af mörgum vera versti dómarinn í bransanum. Dana White, forseti UFC samtakanna, hefur jafnvel gengið svo langt að lýsa honum sem versta dómara í sögu bardagaíþrótta og að Mazzagatti ætti ekki einu sinni fá að horfa á MMA í sjónvarpinu heima hjá sér.

Mazzagatti varð nýlega fyrir harðri gagnrýni þegar hann dæmdi bardaga Josh Burkman gegn Jon Fitch. Burkman náði Fitch í „guillotine“ hengingu og hélt henni þangað til Fitch missti meðvitund. Mazzagatti gerði hins vegar lítið sem ekkert til að stöðva bardagann og virtist varla vera fylgjast með hvað var á seyði á meðan Fitch missti meðvitund. Það var ekki fyrr en að Burkman stóð upp og byrjaði að fagna sigrinum að Mazzagatti áttaði sig á hvað hefði skeð. Það var í raun Burkman að þakka að Fitch hlaut ekki neinn alvarlegan skaða að atvikinu þar sem hann sleppti takinu um leið og hann tók eftir að Fitch missti meðvitund.

Mazzagatti á líka heiðurinn að eina tapinu á ferli Jon Jones. Mazzagatti dæmdi Jones úr leik vegna ólöglegra högga en margir í MMA heiminum hafa gagnrýnt þá ákvörðun. Í eitt skipti spurði hann jafnvel Matt Hamill hvort hann vildi halda áfram að keppa en stoppaði bardagann þegar Hamill svaraði honum ekki nógu hratt. Hamill er heyrnalaus og heyrði því ekki hvað Mazzagatti var að segja.

Verstu mistök Mazzagatti voru í bardaganum milli Anthony Johnson og Kevin Burns. Burns hélt höndunum sínum hátt uppi og ýtti fingrum sínum í átt að andliti Johnson ítrekað. Þetta er ákveðin leið til að stjórna fjarlægðinni en hættan á þessari aðferð er sú að pota í augu andstæðings þíns. Það er eimitt það sem Burns gerði í sífeldu.

Það er bannað í reglum MMA að pota í augu andstæðings þíns enda getur það leitt til skaða á sjón og í alvarlegum tilfellum tap á sjón. Mazzagatti gaf Burns viðvörun í fjögur mismunandi skipti en í lokaskiptið gat Johnson ekki lengur séð út úr auganu og bardaginn var kallaður af. Venjan í slíkum tilfellum er að dæma bardagann ógildan eða dæma Burns úr keppni en Mazzagatti dæmdi bardagann sem tæknilegt rothögg fyrir Burns! Ekki aðeins leiddi vanhæfni Mazzagatti til þess að Johnson þurfti að fara í aðgerð og var frá í sex mánuði vegna meiðslana heldur fékk hann einnig skráð tap.

Kim Winslow er fyrsta konan til að dæma í UFC en hún er ekki að gera neinni konu greiða með því. Ef það væri ekki fyrir Mazzagatti að taka fyrsta sætið með trompi fyrir versta dómarann í MMA væri hún líklega í því. Miesha Tate gagngrýndi Winslow harðlega eftir að hún stoppaði bardaga hennar gegn Cat Zingano vegna tæknilegs rothöggs. Tate mótmælti ákvörðunni og gagnrýndi frammistöðu Winslow töluvert í kjölfarið. Tate kvartaði yfir því hversu lítinn skilning Winslow hefði á íþróttinni og að hún hafi verið með fulla meðvitund og var að verja sig þegar Winslow stoppaði bardagann. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum mistökum Winslow. Verstu mistök Winslow voru þegar hún dæmdi bardaga Cris Cyborg Santos gegn Jan Finney. Alveg frá því að bardaginn hófst þangað til hann kláraðist var Cyborg með yfirhöndina og hreinlega jarðaði Finney. Það voru ótal mörg skipti sem bardaginn hefði átt að vera stöðvaður. Í lok fyrstu lotu lá Finney í fósturstellingu á jörðinni á meðan Cyborg hamraði höggum á hana en Winslow lét bardagann halda áfram.

Cecil Peoples hefur ekki aðeins náð þeim merka áfanga að vera talinn einn versti borðdómari í MMA heiminum heldur einnig sem einn versti dómari í búrinu líka. Dana White og margir aðrir telja hann vera algjörlera vanhæfan í starfi sínu. Dómaramistök hans í bardaganum hjá Owen Rubio gegn Mike Gonzalez sýnir það klárlega. Gonzalez náði Rubio í lás og Rubio tappaði. Gonzalez sleppir því takinu en þar sem Peoples sá það ekki lét hann bardagann halda áfram og náði Rubio að rota Gonzalez í kjölfarið. Hér að neðan má sjá samansafn af verstu mistökum Peoples.

dan miragliottaDan Miragliotta er stór, hann er sterkur en hann er ekki endilega góður dómari. Miragliotta er þekktur fyrir að stoppa bardaga ekki aðeins of snemma heldur líka of seint. Fullkomið dæmi um slíkt er þegar hann dæmdi á UFC on FX 7. Kvöldið hans byrjaði á því að stoppa bardaga Yuri Alacantara gegn Pedro Nobes vegna meintra olnboga í hnakkann á Nobes. Endursýningar á atvikinu sýndu að þessi högg voru greinilega lögleg og var sigrinum því stolið frá Alacantara. Seinna um kvöldið dæmdi hann svo bardaga Khabib Nurmagomedov gegn Thiago Tavares. Nurmagomedov náði Tavares niður og hamraði hann með ótal olnbogum. Miragliotta var hér alltof seinn að stöðva bardagann og lentu allavega tíu olnbogar á kollinn á Tavares að óþörfu. Miragliotta var einnig alltof svifaseinn í bardaga Frank Mir og Shane Carwin.

Seinna í vikunni munum við svo birta yfirlit yfir bestu MMA dómarana.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular