spot_img
Sunday, November 24, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaViaplay framlengir samninginn við UFC

Viaplay framlengir samninginn við UFC

UFC verður áfram sýnt á Viaplay á Íslandi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Viaplay og UFC endurnýjuðu samning sinn á dögunum og er því ljóst að bardagi Gunnars Nelson verður á Viaplay í mars.

Viaplay á Íslandi hefur sýnt UFC frá því um mitt ár 2020. Viaplay verður áfram heimili UFC á Íslandi út þetta ár með nýja samningnum.

Gunnar Nelson mætir Claudio Silva á UFC bardagakvöldinu í London þann 19. mars. Bardaginn verður því í beinni á Viaplay og verður þetta í fyrsta sinn sem bardagi Gunnars verður sýndur á Viaplay á Íslandi.

„UFC er eitt stærsta íþróttabrand í heiminum í dag og er þetta því frábær fengur fyrir okkur að halda UFC á Viaplay. Viaplay hefur átt réttinn á UFC á hinum Norðurlöndunum frá 2016 og hefur verið frábært fyrir Viaplay að taka þátt í uppgangi íþróttarinnar. Við munum halda áfram að þjónusta UFC aðdáendur á Íslandi með því að sýna öll UFC kvöld og getum ekki beðið eftir að sjá Gunnar Nelson á Viaplay í mars,“ segir Hjörvar Hafliðason, yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay, í fréttatilkynningu.

Næsta bardagakvöld UFC á Viaplay verður UFC 271 á laugardaginn þar sem Israel Adesanya mætir Robert Whittaker í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular