Friday, March 29, 2024
HomeBJJHalldór og Kristján keppa á Chaos Grappling á laugardag

Halldór og Kristján keppa á Chaos Grappling á laugardag

Halldór Logi Valsson og Kristján Helgi Hafliðason keppa á Chaos Grappling Championship á Írlandi á laugardaginn. Hægt verður að kaupa streymi á mótið.

Chaos Grappling Championship heldur sitt fyrsta glímukvöld á laugardaginn á Írlandi. Þar verða nokkrur ofurglímur á dagskrá og verða tveir Mjölnismenn í eldlínunni.

Halldór Logi Valsson mætir Ellis Younger í aðalglímu kvöldsins um -88 kg nogi titil Chaos Grappling. Halldór hefur áður mætt Younger en þá sigraði Halldór með fótalás. Halldór er svart belti undir Gunnari Nelson og hefur náð góðum árangri erlendis á glímumótum svo sem á SubOver 80, NAGA, Samurai Grappling, ADCC trials og keppti á Polaris 2019.

Kristján Helgi Hafliðason mætir William Timoney í -98 kg nogi glímu. Kristján er einnig svart belti undir Gunnari og hefur unnið öll þessi helstu mót hér á landi. Erlendis hefur hann unnið ofurglímur á Battle Grapple og Samurai Grappling og verður gaman að fylgjast með honum á Chaos Grappling.

Strákarnir eru staddir í Dublin við æfingar hjá SBG en Gunnar Nelson er sem stendur þar einnig fyrir undirbúning sinn fyrir bardagann gegn Claudio Silva. Gunnar verður í horninu hjá strákunum á morgun.

Streymi verður frá mótinu á vef 247.com hér en streymið kostar 10 pund. Fyrstu glímur hefjast kl. 11:15 á laugardaginn á íslenskum tíma en Kristján Helgi keppir í kringum kl. 15:00 og Halldór í kringum kl. 17:00.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular