spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJÍslandsmeistaramótið í No-Gi heppnaðist prýðilega

Íslandsmeistaramótið í No-Gi heppnaðist prýðilega

Fyrsta Íslandsmeistaramótið í No-Gi glímu fór fram um helgina og heppnaðist dagurinn mjög vel. Mótið fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugardalnum og var keppt var bæði í barna- og fullorðinsflokkum þennan dag. 

Skipuleggjendur mótsins eiga mikið hrós skilið, en líklega hefur dagurinn tekið á skipulagshæfileika mótshaldara þar sem keppt var í 27 fullorðinsflokkum. Mótið var bæði þyngdar- og getuskipt. 

Fjölmennasti flokkurinn var -83 kg byrjendaflokkurinn (hvít belti) og var það Hlynur Freysson sem sigraði flokkinn. Hlynur (Mjölnir) mætti Þresti Njálssyni (VBC) í loka glímunni og dæmdu dómarar Hlyni sigurinn í vil eftir að glíman endaði 4-4 á stigum.

Framhaldsflokkarnir (Brún og svört belti) voru fámennir og röðuðust úrslitin með eftirfarandi hætti: 

Halldór Valsson sigraði Kjartan Iversen í + 100 kg flokki.

Kristján Helgi sigraði Thomas Hammer í – 100 kg flokki.

Logi Geirsson sigraði Bjarka Þór Pálsson í – 91 kg flokk.

Stefán Fannar sigraði Vilhjálm Arnarsson í – 83 kg flokki.

Mikael Aclipen sigraði Sergio Ferrer í – 76 kg flokki. 

“Gamla enn með þetta”

Óformlega reynslumesti glímukappi landsins, Anna Soffía, gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði opna flokkinn og +75 kg flokk kvenna. VBC stelpurnar áttu hrikalega öflugan dag og tóku efstu 3.sætin í +75 kg og í opnum flokki.

(Ólöf Embla, Anna Soffía, Sigurdís)

Kominn aftur á klakann og hefur engu gleymt

Caged Steel veltivigtarmeistarinn, Jhoan Salinas, sigraði – 83kg miðhópinn (Blá og fjólublá belti). Salinas hefur undanfarna mánuði dvalið í Tælandi og æft þar linnulaust. Hann mætti á klakann aftur fyrir fáeinum dögum og sópaði upp Íslandsmeistaratitlinum. Það er vonandi góðs viti enda ganga sögusagnir um að Salinas muni þurfa að verja beltið sitt í sumar!

Jhoan Salinas

Ekki örvænta – Þú getur kynnt þér og horft á mótið hér:

Úrslit og uppröðun: https://bji.smoothcomp.com/en/event/17079
Live stream upptökur: https://www.youtube.com/@BJJSambandIslands

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular