Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeBoxMikkel Nielsen varð WBO Evrópumeistari

Mikkel Nielsen varð WBO Evrópumeistari

Yfirþjálfari GFR, Mikkel Nielsen, varð um helgina WBO Evrópumeistari í hnefaleikum með sigri á Renato Egedi. Mikkel Vann TKO sigur í annarri lotu. 

Renato Egedi virkaði stressaður og stífur þegar hann gekk inn í hringinn fyrir framan þjóðina sína, það var andstætt við Mikkel sem var gleðin uppmáluð á leiðinni inn í hringinn.

Renato og Mikkel byrjuðu á því að þreifa fyrir sér í fyrstu lotu og gerði Mikkel vel í halda pressunni og passa upp á fjarlægðina til að byrja með. Hann gerði einnig vel í því að fjárfesta í skrokkhöggum og færa sig á milli hæða þegar hann steig inn gegn Renato. 

Líkamstjáningin hans Renato var ekki sannfærandi áður en 2.lota byrjaði, en sú lota var þeirra síðasta. Mikkel skrúfaði upp pressuna og lenti nokkrum góðum hægri yfirhandar höggum á Renato sem átti erfitt með að bregðast við pressunni hans Mikkel og var Renato aldrei viss hvort að Mikkel ætlaði að sækja í skrokk eða höfuð. Það var mjög greinilegt þegar um 1 mínúta var liðin af lotunni að þarna væri upphafið á endanum og lét Mikkel krókana dynja yfir Renato í kjölfarið. 

Önnur lota var algjör einstefna og sá dómarinn sig knúinn til þess að stíga inn í og bjarga Renato þegar 1:23 sek voru eftir á klukkunni.

Mikkel sagði fyrir bardagann að þetta yrði hans síðasti. En orðrómurinn á götunni segir að Mikkel sé að endurhugsa afstöðuna sína. Mikkel gæti verið örstutt frá mjög stórum bardögum og tækifærum eftir þennan glæsilega sigur.

Hægt er að horfa á bardagann með fríkeypis aðgangi inn á https://024boxing.com/

Lærisveinar Mikkels fá að spreyta sig á Icebox næstkomandi helgi og þá er spurning hvort að beltið veiti þeim auka innblástur komandi inn í þá bardaga og næstu verkefni.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular