Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeErlentUFC 303: Ian Garry vs. MVP og blaðamannafundur í Írlandi

UFC 303: Ian Garry vs. MVP og blaðamannafundur í Írlandi

Nýjasta viðbótin við UFC 303, þar sem Conor McGregor mun snúa aftur, verður viðureign samlanda hans Ian Garry og Michael “Venom” Page. Viðburðurinn fer fram í Las Vegas, Nevada 29. júní en 3. júní verður haldinn blaðamannafundur í 3Arena í Dublin, Írlandi.

Ian Garry er 26 ára og með 14-0 met í MMA á atvinnumannastigi. Hann er núna búinn að vinna 7 fyrstu UFC bardagana sína, síðast gegn Geoff Neal í febrúar sem hann sigraði á klofinni dómaraákvörðun. Hann hafði verið orðaður við ýmsa, t.d. Colby Covington, áður en tilkynnt var að hann myndi mæta Michael “Venom” Page.

Page kemur úr Bellator þar sem hann barðist 19 sinnum á árunum 2013-2023, sigraði 17 og tapaði aðeins 2. Hann þreytti UFC frumraun sína í mars þegar hann sigraði Kevin Holland nokkuð þægilega. Núna mun hann mæta einum heitasta nýliða í UFC en margir hafa haft orð á því að Ian Garry gæti verið mögulegur framtíðar meistari og hefur hann núþegar sýnt ákveðna meistaratakta.

Þetta verður því hálfgert Írland vs. Bellator card þar sem McGregor og Garry koma frá Írlandi en Chandler og Page eru báðir fyrrverandi Bellator bardagamenn og er Chandler þrefaldur fyrrverandi léttvigtarmeistari Bellator.

Síðast þegar blaðamannafundur var haldinn í Írlandi var í aðdraganda UFC 189 þar sem Conor McGregor átti upphaflega að mæta José Aldo. Þá var rosaleg stemning í áhorfendum sem bauluði í kór meðan Aldo hafði hljóðnemann og fögnuðu sínum manni, Conor McGregor, sérstaklega þegar hann hrifsaði beltið af Aldo. Conor barðist við Chad Mendes á þeim viðburði vegna meiðsla Aldo en mætti honum í næsta bardaga sínum á UFC 194 þar sem hann rotaði hann eftir 13 sekúndur eins og frægt er.

Bæði Conor og Michael Chandler segjast vera spenntir fyrir blaðamannafundinum. McGregor skrifaði á samfélagsmiðla: “Minn bardagi, minn heimabær” og Chandler skrifaði: “Þetta verður skemmtilegt”

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular