spot_img
Monday, January 6, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentViktor Gunnarsson með sannfærandi sigur á Battle Arena 83

Viktor Gunnarsson með sannfærandi sigur á Battle Arena 83

Viktor Gunnarsson var þriðji og síðasti bardagamaður Mjölnis inn í búr í dag á Battle Arena 83 í Northampton, Englandi. Viktor mætti heimamanninum Hamid Choudhary og sigraði hann með einróma dómaraákvörðun en frammistaðan var einstaklega sannfærandi og sýndi Viktor frábæra takta, sérstaklega í glímunni.

Viktor náði body lock fellu strax í upphafi bardagans og vann sína vinnu þolinmóður úr guardi andstæðings síns. Choudhary reyndi að henda upp triangle og armbar af bakinu án árangurs. Viktor náði mount með mínútu eftir á klukkunni, tók bakið og gaf honum nokkur högg í gólfinu.

Viktor opnaði 2. lotu í southpaw stöðu og gaf andstæðingi sínum enn meira að hugsa um. Hann náði aftur að koma sér inn og ná bodylock og náði aftur fellu þaðan. Aftur vann hann þolinmóður úr guardinu og tók enga óþarfa áhættu. Viktor sýndi mikla stjórn þegar kom að glímunni og lenti nokkrum góðum höggum á gólfinu.

Viktor fer í single leg fellu snemma í 3. lotu og notar það til þess að keyra Choudhary upp við búrið og nær aftur fellu þaðan. Choudhary nær í fyrsta skipti í bardaganum að bæta stöðuna sína eftir að farið var í gólfið og virðist vera að snúa stöðunni við en Viktor hótar bæði guillotine og fótalási áður en Choudhary kemst á fætur. Choudhary var æstur í að lenda höggum þegar hann komst á fætur enda undir og þurfti á rothöggi að halda sem Viktor nýtti sér til þess að taka hann niður í enn eitt skiptið, núna beint fyrir framan hornið sitt. Viktor nær bakinu og endar þar og gefur Choudhary nokkur högg í gólfinu og innsiglaði öruggan sigur.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular