spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaViktor úr leik en Mikael berst á þriðjudaginn

Viktor úr leik en Mikael berst á þriðjudaginn

Heimsmeistaramótið í MMA fer fram um þessar mundir í Abu Dhabi. Viktor Gunnarsson er úr leik eftir tap í morgun.

Þeir Viktor og Mikael Leó Aclipen keppa fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramótinu sem haldið er af alþjóða MMA sambandinu IMMAF. Báðir keppa þeir í Jr. flokki (18-21 árs) og er mótið afar sterkt með 529 keppendum frá 60 löndum.

Viktor Gunnarsson mætti Nekruz Yakabov frá Tajikistan í fyrstu umferð í fjaðurvigt í morgun. Viktor byrjaði mjög vel og lenti góðu hné í skrokk Yakabov þegar sá síðarnefndi reyndi fellu. Viktor greip um háls Yakabov og reyndi „guillotine“ hengingu en Yakabov varðist vel. Upp frá því varð skemmtileg stöðubarátta og færðist bardaginn upp við búrið. Yakobov náði að komast fyrir aftan Viktor en Viktor snéri stöðunni við og hótaði „Kimura“ þar sem Yakabov þurfti að rúlla til komast undan.

Viktor náð þá bakinu, var nánast kominn með henginguna en einhvern veginn náði Yakabov að sleppa naumlega og komst ofan á í gólfinu. Fyrsta lotan kláraðist þar sem Yakabov var ofan á eftir rosalegan hraða í 1. lotunni.

Í 2. lotu komst Viktor ekki í gang og náði Yakabov fljótt fellu upp við búrið. Viktor náði að standa upp en var aftur tekinn niður. Yakabov byrjaði að kýla og var Viktor hálf fastur upp við búrið. Viktor var að verjast öllum höggunum en dómarinn ákvað að stöðva bardagann. Tap eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu því niðurstaðan.

Viktor var svekktur með niðurstöðuna enda var hann nánast búinn að klára með „Kimura“ og svo hengingu í fyrstu lotu. Þetta er þó góð reynsla fyrir hinn tvítuga Viktor enda rétt að byrja sinn MMA feril.

Mikael sat hjá í fyrstu umferð þegar dregið var í flokka. Mikael mætir Souhil Arezki frá Frakklandi á morgun, þriðjudag, en Arezki barðist í morgun. Arezki sigraði Moqtada Kamel Msaad frá Írak í morgun og var það nokkuð þægilegur sigur. Arezki ætti því ekki að vera mjög skaddaður fyrir bardagann gegn Mikael á morgun.

Mikael tekur því rólega í dag en verður svo í eldlínunni í fyrramálið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular