spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVolkan Oezdemir handtekinn

Volkan Oezdemir handtekinn

Léttþungavigtakappinn Volkan Oezdemir var handtekinn á laugardaginn í Flórída fylki í Bandaríkjunum. Málið gæti komið í veg fyrir mögulegan titilbardaga hans.

Ekki er mikið vitað um hvað gerðist nákvæmlega en Oezdemir gæti átt von á ákæru vegna líkamsárásar. Samkvæmt yfirlýsingu frá umboðsmanni Oezdemir, Frederic Englund, var um að ræða deilur á bar sem enduðu í áflogum en atvikið átti sér stað í ágúst. Að hans sögn voru viðbrögð Oezdemir réttlætanleg en rannsókn málsins er á frumstigi.

Eins og dyggir MMA aðdáendur vita var verið að semja um bardaga á milli Oezdemir og Daniel Cormier um titilinn í léttþungavigt en nú er komin upp ákveðin óvissa um bardagann. UFC hefur ekkert gefið út en segjast vera að skoða málið.

Oezdemir hefur átt frábært ár í búrinu og unnið alla þrjá bardaga sína í UFC – þar af tvo með rothöggi á innan við 60 sekúndum. Mikill skortur er á áskorendum í léttþungavigtinni og spurning hvað UFC gerir ef Oezdemir fær ekki titilbardagann.

Yfirlýsingu umboðsmannsins má finna á vef MMA Junkie.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular