Thursday, September 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxVoru Bogatýr rændir sigri?

Voru Bogatýr rændir sigri?

Þriðji og síðasti dagur vor Bikarmóts HNÍ var haldin á laugardaginn í húsakynnum VBC í kópavogi. Alls voru 6 bardagar á dagskrá, en einn þeirra komst til tals og varð sérstaklega umdeildur meðal keppanda, þjálfara og áhorfenda. 

Viktor Zoega (Bogatýr) og Hafþór Magnússon (HFH) -67 kg elite flokkur

Viktor Zoega (Vinstri) gegn Hafþóri Magnússyni (Hægri)

Viktor barðist sinn fyrsta bardaga á mótinu gegn Hafþóri á loka deginum. Viktor byrjaði bardagann hrikalega vel, stjórnaði hringnum og lenti mun betri höggum. Hafþór kom öflugur til baka, þá nýbúinn að fá góð ráð frá horninu sínu og setti annan tón í bardagann. Hann reyndi að pressa meira og leyfði Viktori ekki að stjórna bardaganum eins og hann hafði gert áður. Viktor lét Hafþór vinna fyrir öllu til að byrja með í annarri lotu, en undir seinni hluta lotunnar var Hafþór öflugri keppandinn. Í þriðju lotu má segja að Hafþór hafi algjörlega tekið yfir bardagann og átti Viktor í raun erfitt með lífið í hringnum.

Hafþór sigraði með meirihluta dómara ákvörðun

Bogatýr virðist hafa talið að Viktor hafði unnið fyrstu tvær loturnar og að síðasta lotan væri því þýðingar lítil. Dómararnir voru á öðru máli og dæmdu Hafþóri sigurinn. Þar með virðast flestir dómararnir sannfærðir um að Hafþór hafi unnið aðra lotu, sem var alveg í járnum, eða að Hafþór hafi unnið 10 – 8 í síðustu lotunni.

Fleygðu hönskum og vildu kæra

Að sögn áhorfanda fleygði annar þjálfari Bogatýrs hönskum yfir gólfið og sögðust þeir einnig vilja kæra ákvörðun dómaranna til HNÍ. En eftir mótið virðist fólk skiptast í fylkingar varðandi dómara ákvörðunina, sumir styðja ákvörðunina á meðan aðrir taka undir með Bogatýr og kalla niðurstöðuna rán. Aðeins er hægt að kæra niðurstöðu dómaranna ef að um klofna dómara ákvörðun er að ræða, því verður í raun ekki hægt að kæra þessa niðurstöðu.

Fimmta Lotan var á sínum stað eins og vanalega og er hægt að sjá bardagan í fullri lengd inn á youtube. Dæmi hver fyrir sig.

Instagram: @Fimmtalotan

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular