Friday, July 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentHákon tapaði í Svíþjóð

Hákon tapaði í Svíþjóð

Hákon hélt út til Svíþjóðar um helgina þar sem hann mætti heima manninum Randy Fungula. Hákon var jafnframt fyrsti Íslendingurinn til að keppa á FCR. Við bindum vonir við að hann verði ekki sá síðasti því FCR er mjög flott og vegleg keppni. 

Í upphafi fyrstu lotu tekst Hákoni ekki að láta höggin flæða, en þreifar fyrir sér með stökum spörkum og stöku jabbi. Randy ákveður að fara í glímuna og tryggir sér strax mjög góða stöðu í gólfinu og tekst að koma sér aftan á bakið hans Hákons. Fungula læsir inn Rear Naked Choke og héldu flestir voru að horfa líklega að við myndum ekki fá meira en 1 lotu í þessum bardaga. En Hákon sýndi hrikalega mikla seiglu, varðist ótrúlega og tókst að losna úr takinu. En lotan endar á því að Hákon berst fyrir lífi sínu með Randy á bakinu. 

Önnur lotan byrjaði vel og sýndi Hákon að hann var hæfileikaríkari keppandinn standandi. En þegar 1:30 mín. er liðin af lotunni tekst Fungula að grípa fótinn hans Hákons eftir spark og taka hann í gólfið í kjölfarið með flottum glímu tilburðum.

Í þriðju lotu gerir Hákon smá mistök og stjórnar ekki fjarlægðinni nógu vel og endar í fanginu hans Fungula eftir að þeir skiptast á höggum. Það verður til þess að Fungula nær Hákoni aftur í gólfið með 2:40 eftir af lotunni. Hákon aftur, varðist vel, en leiðinlegt að þurfa að verjast í gólfinu aftur. Hákon nær í tvígang að losa Fungula af bakinu, sem var sterk vísbending um að Hákon var farinn að átta sig betur á Fungula og læra á leikinn hans. En það var bara of seint til þess að breyta örlögunum.

Dómararnir voru ekki allir sammála hvernig ætti að dæma bardagann:

30 – 27, 29 – 28 og 30 – 26 voru niðurstöðurnar. 

Líklega hefur það verið fyrsta lotan sem var dæmt 10 – 8 af einum dómara og önnur lotan sem var gefin til Hákons eftir flotta tilburði standandi mest alla lotuna. 

Það er gaman að benda á hversu óljóst það er hversu miklar reynslu Randy Fungula var með komandi inn í bardagann. Randy verður skráður 1 – 1 á Tapology eftir bardagann gegn Hákoni og  var sagður vera í raun 3 – 3 þegar bardaginn þeirra var skipulagður. En eftir að niðurstaðan var tilkynnt á laugardaginn sagði FCR að Randy væri með 6 – 3 record. Það er því mjög óljóst hversu mikla reynslu Fungula hafði fyrir bardagann. En það verður að teljast ljóst að Hákon var töluvert reynslu minni og leggur þennan bardaga inn í reynslubankann.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular