spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentWhittaker gekk frá Aliskerov snemma

Whittaker gekk frá Aliskerov snemma

Það tók fyrrverandi millivigtarmeistarann Robert Whittaker tæpar 2 mínútur að ganga frá Ikram Aliskerov sem fann sig aldrei í bardaganum milli þeirra á síðasta UFC Fight Night sem haldið var í Riyadh, Saudi Arabíu um helgina.

Whittaker steinrotaði Aliskerov með fullkomlega tímasettu upphöggi sem minnti óneitanlega á höggið sem Khamzat Chimaev rotaði hann með á sínum tíma en Aliskerov steig inn á síðustu stundu fyrir Chimaev sem var upphaflega ætlað að berjast við Whittaker.
Þetta var aðeins annað tapið á ferlinum hjá Ikram, fyrst gegn Chimaev og nú gegn Whittaker, keimlík rothögg.

Whittaker gerði ótrúlega vel, las Aliskerov nánast eins og opna bók og nýtti sér tækifærin sem hann fann. Whittaker er með því búinn að setja saman tvo flotta sigra í röð og planta sér þægilega í toppbaráttuna en millivigtartitillinn verður lagður undir í ágúst í bardaga milli einu tveggja bardagamanna sem hafa unnið Robert Whittaker síðan 2014, Dricus Du Plessis og Israel Adesanya. Sean Strickland ætti svo að vera næstur í röðinni og hefur hann tjáð sig og sagst ekki hafa áhuga á að berjast við Whittaker heldur frekar bíða eftir sínu titilskoti þar sem hann ætti réttilega að vera næstur. Það er því góð spurning hvað Whittaker gerir næst, hvort hann reyni að fá bardaga gegn þeim sem tapar titilbardaganum, bíða eftir næsta titilskoti eða ef til vill reyna að endurbóka bardagann við Khamzat Chimaev.

Shara Magomedov átti einnig eftirtektarverða frammistöðu um helgina þegar hann sigraði Antonio Tricoli með rothöggi í 3. lotu. Shara hafði bætt felluvörnina sína einstaklega vel frá fyrri bardaga sínum í UFC þar sem hann átti í talsverðum erfiðleikum. Yfirburðir Shara fóru að verða sýnilegri því meira sem leið á bardagann og í þriðju lotu var þetta orðið að algjörri einstefnu sem endaði með rothöggi. Shara svaraði fellu með hnéi sem var upphafið af endanum og var það vinstri krókur sem setti Tricoli endanlega niður.

Alexander Volkov átti einnig frábæra frammistöðu gegn Sergei Pavlovich og sigraði hann sannfærandi á einróma dómaraákvörðun. Pavlovich var stöðugt að leita að rothögginu en var aldrei nálægt því að finna það. Volkov tókst vel að halda Pavlovich í skefjum og skoraði um leið fullt af stigum með góðum spörkum og beinum höggum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular