Cain Velasquez var augljóslega vonsvikinn eftir að hafa þurft að draga sig úr titilbardaganum gegn Fabricio Werdum. Í yfirlýsingu hans biður hann Werdum innilegrar afsökunar.
Velasquez á við bakmeiðsli að stríða og getur því ekki mætt Werdum á UFC 196 þann 6. febrúar. Í hans stað kemur Stipe Miocic en þetta verður fyrsta titilvörn Werdum.
Velasquez hefur lengi átt í meiðslavandræðum og gat til að mynda ekkert barist árið 2014. Hann tapaði þungavigtarbeltinu í júní síðastliðnum eftir að Werdum sigraði hann með „guillotine“ hengingu. Velasquez hafði verið heill, meiðslalaus og æft vel síðan hann tapaði beltinu í júní en nú, tveimur vikum fyrir bardagann, meiðist hann aftur.
Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan:
I'm sure you've heard the news that I won't be able to fight at UFC 196. I can't begin to tell you how disappointed I am…
Posted by Cain Velasquez on Sunday, January 24, 2016