Friday, April 19, 2024
HomeErlentYfirlýsing frá Cain Velasquez eftir meiðslin

Yfirlýsing frá Cain Velasquez eftir meiðslin

cain velasCain Velasquez var augljóslega vonsvikinn eftir að hafa þurft að draga sig úr titilbardaganum gegn Fabricio Werdum. Í yfirlýsingu hans biður hann Werdum innilegrar afsökunar.

Velasquez á við bakmeiðsli að stríða og getur því ekki mætt Werdum á UFC 196 þann 6. febrúar. Í hans stað kemur Stipe Miocic en þetta verður fyrsta titilvörn Werdum.

Velasquez hefur lengi átt í meiðslavandræðum og gat til að mynda ekkert barist árið 2014. Hann tapaði þungavigtarbeltinu í júní síðastliðnum eftir að Werdum sigraði hann með „guillotine“ hengingu. Velasquez hafði verið heill, meiðslalaus og æft vel síðan hann tapaði beltinu í júní en nú, tveimur vikum fyrir bardagann, meiðist hann aftur.

Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan:

I'm sure you've heard the news that I won't be able to fight at UFC 196. I can't begin to tell you how disappointed I am…

Posted by Cain Velasquez on Sunday, January 24, 2016

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular