Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentVelasquez meiddur - Stipe Miocic mætir Werdum í hans stað

Velasquez meiddur – Stipe Miocic mætir Werdum í hans stað

Stipe Miocic Fabricio WerdumCain Velasquez mun ekki mæta Fabricio Werdum um þungavigtartitilinn á UFC 196 eins og til stóð. Velasquez er meiddur í baki og mun Stipe Miocic koma í hans stað.

Þetta tilkynnti Dana White á Twitter fyrir skömmu. Þetta er mikið áfall fyrir Velasquez sem hefur átt í miklum meiðslavandræðum út ferilinn. Velasquez tapaði þungavigtarbeltinu sínu til Fabricio Werdum í júní í fyrra.

Stipe Miocic er 5-1 í síðustu sex bardögum en síðast sáum við hann rota Andrei Arlovski á aðeins nokkrum sekúndum. Þetta verður fyrsta titilvörn Werdum en bardaginn er aðalbardagi UFC 196 sem fram fer þann 6. febrúar í Las Vegas.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular