spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentYfirlýsing frá Jon Jones: Mikilvægt að vera hreinsaður af ásökunum

Yfirlýsing frá Jon Jones: Mikilvægt að vera hreinsaður af ásökunum

jon-jones-ufc-200-press-01-750x370Jon Jones var í dag dæmdur í eins árs keppnisbann af USADA. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér kvaðst hann hafa vonast eftir betri niðurstöðu en var þó ágætlega sáttur.

Gerðardómur USADA komst fyrr í dag að þeirri niðurstöðu að ólöglegu efnin sem fundust í lyfjaprófi Jon Jones reyndust hafa komið úr stinningarlyfi. Hann fékk því eins árs bann frá USADA en ekki er búið að dæma í máli hans hjá íþróttanefnd Nevada fylkis (NAC).

Það sem vó þyngst í ákvörðun þeirra var kæruleysi Jon Jones að taka inn stinningarlyf sem hann fékk frá liðsfélaga. Það eina sem skipti Jon Jones máli var hvort pillan gerði sitt gagn eða ekki en hann hugsaði ekkert út í hvort pillan innihéldi mögulega ólögleg efni að mati USADA.

Niðurstaða USADA var sú að Jones var ekki að taka viljandi inn frammistöðubætandi efni og var sú niðurstaða mikill léttir fyrir Jones. Yfirlýsinguna frá Jones má lesa hér að neðan:

„Þó að ég hafi vonast eftir betri niðurstöðu frá USADA í dag virði ég þetta ferli þar sem þau leyfðu mér að verja mig. Ég hef alltaf haldið fram sakleysi mínu og er mjög ánægður að hafa verið hreinsaður af þeim ásökum að ég hafi viljandi tekið inn bönnuð efni. Ég er ánægður með að rannsókn USADA hafi leitt í ljós að ég sé ekki svindlari í íþróttinni. Það er mér mjög mikilvægt að vera hreinsaður af þessum ásökunum. Ég hef lagt gríðarlega mikið á mig innan og utan búrsins til að endurbyggja ímynd mína og feril minn og mun nýta næstu átta mánuði til að halda áfram að bæta mig sem manneskju og íþróttamann. Ég vil þakka öllum aðdáendum mínum, liðsfélögum, þjálfurum, styrktaraðilum og UFC fyrir stuðning þeirra.“

Yfirlýsinguna má svo lesa á ensku á vef MMA Fighting hér.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular