0

Mánudagshugleiðingar eftir UFC Fight Night: Dos Anjos vs. Ferguson

fergusontony_dosanjosUFC hélt ágætis bardagakvöld í Mexíkó á laugardaginn. Tony Ferguson og Rafael dos Anjos mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér eru Mánudagshugleiðingarnar eftir bardagana.

Tony Ferguson sigraði Rafael dos Anjos eftir dómaraákvörðun. Bardaginn var nokkuð jafn en að mati dómaranna tók Ferguson þrjár lotur af fimm. Ferguson var mjög léttur á fæti og hreyfanlegur og leit stundum út fyrir að vera að dansa salsa.

Þetta var glæsileg frammistaða hjá Ferguson sem nú hefur unnið níu bardaga í röð í léttvigtinni. Ferguson er sá fyrsti sem vinnur níu bardaga í röð í léttvigt UFC.

Undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti Ferguson að fá næsta titilbardaga. En þegar Conor McGregor er kominn í þyngdarflokkinn eru engar reglur. Fari svo að Conor vinni Eddie Alvarez um helgina mætti alveg eins búast við því að UFC gefi Nate Diaz titilbardaga svo þeir geti klárað trílogíu sína.

Svo gæti Alvarez unnið Conor og sá írski kannski fengið annan séns strax á beltinu aftur. Það er ekkert öruggt í þessum efnum, svo mikið er víst.

Kannski hefði líka Tony Ferguson mátt segja eitthvað við Jon Anik í viðtalinu strax eftir bardagann. Það hefði komið honum meira í umræðuna og þó við viljum vona að þetta eigi bara að snúast um hæfileikana í búrinu þá er staðreyndin sú að menn þurfa að spila leikinn.

Það má að minnsta kosti gera ráð fyrir því að Khabib Nurmagomedov mun segja eitthvað ef hann vinnur Michael Johnson um helgina.

Fari svo að Nurmagomedov vinni Johnson gæti hann verið á undan Ferguson í röðinni um titilbardaga en ætti hann að vera það? Hann er vissulega ósigraður í 23 bardögum en hann hefur lítið barist undanfarin tvö ár. Á sama tíma hefur Ferguson verið að næla sér í hvern sigurinn á eftir öðum og er ferilskrá hans bara einfaldlega betri.

Ferguson hefur fengið frammistöðubónus í fimm síðustu bardögum sínum. Ef allt er eðlilegt fær Tony Ferguson verðskuldaðan titilbardaga í léttvigtinni.

Diego Sanchez kom mörgum á óvart og sigraði pólska glímumanninni Marcin Held en fyrir bardagann var Held sigurstranglegri hjá veðbönkum. Sanchez sýndi að hann getur ennþá glímt enda hefur hann aldrei tapað með uppgjafartaki á ferli sínum í MMA. Marcin Held kom ekki inn með þeim hvelli sem búist var við en er ennþá ungur og fær fleiri tækifæri.

Ricardo Lamas byrjaði brösulega gegn Charles Oliveira en kom til baka og kláraði hann með „guillotine“ hengingu í 2. lotu. Fín frammistaða hjá Lamas en þetta hlýtur að hafa verið síðasti bardagi Charles Oliveira í fjaðurvigtinni. Maðurinn hefur fimm sinnum mistekist að ná fjaðurvigtartakmarkinu og var heilum þyngdarflokki of þungur í vigtuninni.

Alexa Grasso stóð sig ágætlega í sínum fyrsta bardaga í UFC. Þessi 23 ára stelpa frá Mexíkó gæti orðið stórt nafn í strávigtinni ef hún heldur áfram að bæta sig og helst ósigruð.

Næsta UFC bardagakvöld er svo sem ekkert merkilegt. Það er bara UFC 205 í New York.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.