Orðastríðið á milli Yoel Romero og Michael Bisping náði nýjum hæðum í gær. Eftir orðaskipti á Twitter hringdi Yoel Romero í útvarpsþátt Michael Bisping.
Fyrr í vikunni stofnaði Romero söfnunarsjóð til styrktar Michael Bisping enda yrði sjúkrakostnaður hans svo hár eftir bardaga þeirra.
Bisping svaraði honum á Twitter og eftir orðaskipti þar ákvað Romero að hringja í útvarpsþátt Bisping, The Countdown.
Tune into @MMAonSiriusXM at 3pm for the #countdown. We have @madflavor joining us, plus I’ll be setting the midget @YoelRomeroMMA straight
— michael (@bisping) February 9, 2017
Let me guess “steroids” blah blah blah “I’m hurt” blah blah “I can’t see” blah blah and I won’t be a midget when I’m standing over you #ko https://t.co/9iOF6mlCNv
— Yoel Romero (@YoelRomeroMMA) February 9, 2017
@YoelRomeroMMA @MMAonSiriusXM hey Yoel, I’m not gonna argue with your social media intern.But if you wanna talk call in 8447967874 #fake
— michael (@bisping) February 9, 2017
Yoel Romero tók boði Bisping og hringdi í þáttinn hans.
Ekki voru málin leyst í þættinum en orðastríð þeirra er orðið eitt það skemmtilegasta sem er í gangi í MMA heiminum í dag. Vonir standa til að þeir Bisping og Romero geti barist um millivigtartitilinn í maí.