spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentYoel Romero sleppur við tveggja ára bann

Yoel Romero sleppur við tveggja ára bann

Yoel Romero Jacare Souza
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Svo virðist sem Yoel Romero og USADA hafi komist að samkomulagi. Romero féll á lyfjaprófi í janúar og mun fá talsvert styttra bann en upphaflega var talið.

Yoel Romero sigraði Ronaldo ‘Jacare’ Souza eftir klofna dómaraákvörðun á UFC 194 í desember. Snemma í janúar féll Romero á lyfjaprófi sem framkvæmt var utan keppni.

Ekki hefur verið greint frá því hvaða efni fannst í lyfjaprófi Romero en Romero hefur allan tímann haldið fram sakleysi sínu. Romero og liðið hans heldur því fram að ólöglega efnið hafi komið úr fæðubótarefni.

„Á fæðubótarefninu er mikið af efnum í innihaldslýsingunni. Ekkert af því er ólöglegt og það sem fannst í lyfjaprófi hans er ekki í innihaldslýsingunni. Það er því ekki honum að kenna að hann skyldi hafa fallið á lyfjaprófi,“ sagði Malki Kawa, umboðsmaður Romero, í viðtali við Ariel Helwani í febrúar.

Nú herma heimildir að USADA (sem sér um framkvæmdir á lyfjaprófum í UFC) og Romero hafi komist að samkomulagi. Romero mun fá minna en níu mánaða bann sem nær frá deginum er tilkynnt var um lyfjamisferlið. Romero sleppur því við tveggja ára bannið sem hann hefði fengið ef niðurstaðan hefði staðist.

Heimild: MMA Fighting

*Uppfært*

Yoel Romero fékk sex mánaða bann. Í lyfjaprófi hans fundust leifar af Ibutamoren sem er vaxtarhormón.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular