spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentYonatan Francisco ver titilinn á Caged Steel 37!

Yonatan Francisco ver titilinn á Caged Steel 37!

Þá er það staðfest! Nýkrýndi Caged Steel meistarinn Yonatan Francisco mun mæta aftur í búrið í september og þreyta sína fyrstu titilvörn. Fyrsti áskorandinn sem gerir atlögu að tigninni hans Yonatans er heimamaðurinn Jack Terry (3-0).

Yonatan Francisco vann glæsilegan einróma sigur á Sabir Hussein síðastliðinn júní og var í kjölfarið krýndur Caged Steel Bantamvigtarmeistari. Yonatan mun verja beltið sitt í fyrsta skipti þann 7. September næstkomandi gegn Jack Terry.

Jack “The Yorkshire Terrier” Terry byrjaði að berjast á áhugamannastigi í febrúar í fyrra og sigraði þá Louis Power. Louis mætti hálf orkulaus í bardagann, ef marka má tapology, og sigraði Jack Terry bardagann á einróma dómara ákvörðun. Jack hélt svo gefnum hætti áfram og hefur núna rakað inn þremur sigrum með einróma dómara ákvörðun.

Fyrstu fréttir frá Reykjavík MMA voru á þá leið að þeir strákar sem kepptu á Cage Steel í júní vildu taka sér pásu og berjast næst í desember. Það virðist vera kominn annar tónn í mannskapinn núna, en Yonatan Francisco verður ekki eini keppandinn frá Reykjavík MMA sem barðist í júní og ætlar að mæta aftur í búrið núna í september, en meira um það síðar.

Reykjavík MMA eru þá búnir að staðfesta tvo bardaga í september. Aron Kevinsson mun verja ofur léttvigtarbeltið sitt og Yonatan Francisco mun verja bantamvigtarbeltið sitt sama kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular