spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í janúar 2018

10 áhugaverðustu MMA bardagarnir í janúar 2018

Það er komið nýtt ár sem þýðir nýr mánuður og enn einn listinn. Janúar er mánudagur mánaðanna og það eru smá timburmenn í MMA heiminum þennan mánuðinn þrátt fyrir nokkra mjög spennandi bardaga efst á listanum.

10. UFC on Fox 27, 27. janúar – Ovince Saint Preux gegn Ilir Latifi (léttþungavigt)

Þessir tveir eru báðir á topp tíu í léttþungavigt og gætu náð að krafsa sig frekar upp listann með sigri í janúar. Þessi bardagi er kannski ekki stór en sigur gæti þýtt risavaxið tækifæri gegn einhverjum á borð við Glover Teixeira eða Jimi Manuwa.

Spá: OSP sigrar á stigum.

9. UFC on Fox 27, 27. janúar – Erik Koch gegn Bobby Green (léttvigt)

Erik Koch þótti sérstaklega efnilegur fyrir nokkrum árum en hefur nú tapað fjórum af síðustu sex bardögum sínum. Bobby Green er á svipuðum stað en þessi bardagi gæti þýtt atvinnuleysi fyrir þann sem tapar. Báðir verða því að leggja allt undir og gæti þetta orðið mjög skemmtilegur bardagi.

Spá: Bobby Green klárar þetta með TKO í 2. lotu.

8. UFC Fight Night 124, 14. janúar – Uriah Hall gegn Vitor Belfort (millivigt)

Stundum hefur Uriah Hall virst vera ofurmannlegur með fljúgandi hjám og snúninsspörkum sem minnt hafa á yngri Anderson Silva, nú eða Vitor Belfort. Á öðrum stundum hefur verið valtað yfir hannl svo erfitt er að vita hverju menn eiga von á þegar hann stígur í búrið. Nú mætir Hall fertugum Vitor Belfort sem ætti að bjóða upp á hressandi rothögg.

Spá: Hall rotar Belfort í 2. lotu.

7. UFC on Fox 27, 27. janúar – Andre Fili gegn Dennis Bermudez (fjaðurvigt)

Andre Fili er einn af þessum efnilegu strákum frá Team Alpha Male sem gæti hugsanlega orðið eitthvað með tímanum. Hann sigraði Artem Lobov í október og fær nú annað erfitt verkefni. Dennis Bermudez hefur átt sveiflukenndan feril en hefur á köflum sýnt frábær tilþrif. Fyrir utan allt þetta ætti þessi bardagi að vera fjörugur og mikið fyrir augað.

Spá: Bermudez sigrar á stigum í jöfnum bardaga.

6. UFC Fight Night 124, 14. janúar – Kamaru Usman gegn Emil Weber Meek (veltivigt)

Kamaru Usman hefur verið að segja okkur undanfarið að hann sé á hraðri uppleið í veltivigt. Hann er þekktur sem sterkur glímukappi en sýndi á sér nýja hlið með rosalegu rothöggi gegn Sérgio Moraes í september síðastliðnum. Usman vildi fá topp 10 andstæðing en fær þess stað hin lítt þekkta en hættulega Emil Weber Meek frá Noregi. Meek er til alls líklegur en hann sigraði Rousimar Palhares og Jordan Mein í hans síðustu tveimur bardögum.

Spá: Usman grípur í glímuna og sigrar Meek á stigum.

5. UFC Fight Night 124, 14. janúar – Jeremy Stephens gegn Doo Ho Choi (fjaðurvigt)

Eftir spennandi stríð Doo Ho Choi og Cub Swanson fyrir ári síðan er erfitt að verða ekki spenntur fyrir þessum bardaga. Jeremy Stephens er ekki smeykur við að láta stóru höggin fljúga og hann getur slegið. Fyrir Swanson bardagann hafði Choi rotað átta andstæðinga í röð, þar af þrjá í UFC. Þetta ætti að verða fjörugt en hver stendur uppi sem sigurvegari í lokin?

Spá: Báðir eru með sterka höku en það er ekki góð hugmynd að standa fyrir framan Stephens. Stephens rotar Choi í fyrstu lotu.

4. UFC on Fox 27, 27. janúar – Ronaldo Souza gegn Derek Brunson (millivigt)

Á meðan Robert Whittaker hreinsar til efst í millivigtinni fer fram ákveðin stöðubarátta í kringum miðjuna. Ronaldo ‘Jacare’ Souza hefur lengi verið talinn einn af þeim bestu en Derek Brunson langar mikið að komast á toppinn. Brunson rotaði Lyoto Machida í hans síðasta bardaga og það verður spennandi að sjá hvað hann getur gert gegn Souza.

Spá: Brunson verst fellum að mestu og rotar þreyttan Souza í 2. lotu.

3. Bellator 192, 20. janúar – Douglas Lima gegn Rory MacDonald (veltivigt)

Eftir flotta frammistöðu geng Paul Daley í maí fær Rory MacDonald að keppa um titilinn í Bellator. MacDonald þarf ekki að kynna en það verður mjög áhugavert að sjá hvort hann muni hljóta sömu örlög og Ben Henderson eða sanna yfirburði sína. Bellator meistarinn Douglas Lima er maður sem gæti klárlega keppt í UFC. Í 13 Bellator bardögum hefur hann aðeins tapað fyrir Andrey Koreshkov og Ben Askren. Sigri hann MacDonald yrði það hins vegar hans stærsta afrek á ferlinum.

Spá: MacDonald sigrar á stigum í bardaga sem stendur ekki alveg undir væntingum.

2. UFC 220, 20. janúar – Daniel Cormier gegn Volkan Oezdemir (léttþungavigt) 

Léttþungavigtin rúllar áfram í fjarveru Jon Jones. Daniel Cormier er óumdeilt næst besti bardagamaðurinn í þyngdarflokknum og hér mætir hann í raun næsta manni í röðinni (sé litið tímabundið framhjá Alexander Gustafsson sem þegar hefur barist um titilinn og hefur barist við Cormier). Oezdemir lítur ekki út fyrir það en hann er ungi nýliðinn, aðeins 28 ára gamall með þrjá UFC bardaga á bakinu. Hann hefur skotist upp listann vegna tveggja flottra rothögga á innan við mínútu. Spurningin er hvort hann geti gert það sama við meistarann?

Spá: DC tekur Oezdemir í glímukennslu og klárar með höggum á gólfinu í 2. lotu.

1. UFC 220, 20. janúar – Stipe Miocic gegn Francis Ngannou (þungavigt)

Bardagar í þessum gæðaflokki í þungavigt eru mjög sjaldgæfir. Á pappír er þetta einn besti bardagi sögunnar fyrir stóru strákana en líta þarf aftur til bardaga eins og Cain Velasquez gegn Junior dos Santos eða Fedor Emelianenko gegn Antônio Rodrigo Nogueira til að finna jafn spennandi viðureign. Stipe Miocic hefur rotað fimm andstæðinga í röð, allt stór nöfn. Hann er eldri (35 ára) og reyndari en virkar enn mjög ferskur. Andstæðingurinn Francis Ngannou er enn svolítið grænn en vekur ótta eins og ungur Mike Tyson með rosalega höggþyngd og enginn andstæðingur hefur náð honum inn í þriðju lotu.

Spá: Eitt högg getur breytt öllu en ég held að Miocic taki þetta á reynslunni og glímustyrk. Miocic sigrar á tæknilegu rothöggi í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular