Íslandsmeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu fer fram á sunnudaginn. Mótið fer fram í húsnæði Ármenninga í Laugardalnum en 112 keppendur eru skráðir til leiks.
Aldrei áður hafa svo margir keppendur verið skráðir til leiks á mótið. Í fyrra voru 94 keppendur skráðir en það met hefur nú verið bætt. Sú breyting verður á í ár að búið er að fjölga kvennaflokkum um einn en 22 konur eru skráðar til leiks í ár.
Húsið opnar kl 10 og hefjast fyrstu glímur kl 10:30 og stendur fram eftir degi. Ókeypis aðgangur er á mótið.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023