spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent12 ára rotarinn Doo Hoi Choi

12 ára rotarinn Doo Hoi Choi

Doo Hoi Choi fær sinn stærsta bardaga á ferlinum í kvöld þegar hann mætir Cub Swanson. Choi lítur ekki út fyrir að vera hættulegur bardagamaður en ekki láta útlitið blekkja ykkur.

Í sannleika sagt lítur Doo Hoi Choi út fyrir að vera 12 ára strákur í lúðrasveit. Staðreyndin er hins vegar sú að hann er 25 ára gamall og hefur unnið 12 af 15 sigrum sínum með rothöggi.

Choi kemur frá Suður-Kóreu og hefur farið á kostum í UFC síðan hann samdi við bardagasamtökin. Velgengi hans hefur þó ekki verið á neinum leifturhraða þar sem hann hefur aðeins barist þrjá bardaga á þremur árum. Alla þrjá bardagana hefur hann klárað með rothöggi í 1. lotu en hann hefur unnið átta bardaga í röð með rothöggi.

Annar þeirra hefur rotað 10 af síðustu 12 andstæðingum sínum.

Bardaginn gegn Cub Swanson verður hans erfiðasti hingað til og góð prófraun fyrir Kóreska ofurstrákinn. Af útlitinu að dæma á Choi ekki séns í Swanson. Útlitið segir þó ekki allt og er 12 ára rotarinn sigurstranglegri hjá veðbönkum.

Bardaginn er þriðji síðasti bardagi kvöldsins á UFC 206 sem fer fram í Kanada í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 3.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular