Hér eru nokkur einkenni sem gefa til kynna að þú gætir verið háð/háður íþróttinni.
1. Þú reynir ósjálfrátt að ná „underhooks“ þegar einhver ætlar að faðma þig.
2. Hugsar um að ná krókunum inn þegar þú ert að spúna kærastann eða kærustuna.
3. Æfir þig í hengingartökum á kodda þegar enginn sér til.
4. Þér finnst blómkálseyru vera kynþokkafull.
5. Þú sérð ekkert athugavert við það að detta í létta gamniglímu í partíum.
6. Youtube-accountinn þinn fær bara ábendingar á BJJ-tengt efni.
7. Vinnu- eða skólafélagarnir eru hættir að spyrja hvað kom fyrir þegar þú mætir með glóðarauga eða sjáanlega marbletti.
8. Átt það til að prufa „armbar“ eða „triangle“ þegar þú leikur við gæludýr.
9. Þú ert með tvo kælipoka í frystinum til að vera tilbúinn fyrir meiðsli.
10. Þú ert að íhuga eða hefur þegar fjárfest í dýnum til þess að geta æft þig heima.
11. Þú ert með „hang loose“-handartáknið á nánast öllum myndum sem teknar eru af þér.
12. Þú ranghvolfir augunum þegar slagsmálaatriði í bíómyndum færast í gólfið.
13. Þú hugsar um „escapes“ eða „guard pöss“ þegar þú ert að kela.
14. Alltaf þegar þú ferðast tekuru æfingagallann með ef það skildi vera BJJ gym á staðnum.
15. Þér finnst þú aldrei eiga nógu marga gi-galla.
Ert þú eða einhver þér nákomin/nn háður BJJ?
Þetta er fíkn, það á alltof mikið við mig á þessum lista! :/
Vaknaði í miklum átökum við sæninga mína um daginn búinn að snúa mér við í rúmminu og að reyna að taka butterfly sweep á hana.
Nr. 16: Hendurnar fara ósjálfrátt í “Gable-grip” þegar maður tekur utan um e-n.
jebb