spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða"Holly Holm er kvenkyns Conor McGregor"

“Holly Holm er kvenkyns Conor McGregor”

Holly Holm. (Mynd: Mark Savage)

Dana White, forseti UFC, sagði í samræðum við blaðamenn eftir UFC 166 að í hans huga virtist Holly Holm eins og kvenkyns útgáfan af Conor McGregor.

Þetta segir hann því Holm, líkt og McGregor, hefur skapað svo mikið umtal á stuttum MMA-ferli sínum að hann sleppur hvergi við að heyra um hana.

Holly Holm er átjánfaldur heimsmeistari í hnefaleikum en skipti nýlega um starfsgrein og hóf keppni í MMA. Hún hefur unnið alla fimm bardaga sína hingað til og klárað andstæðinginn í hvert skipti með rothöggi eða tæknilegu rothöggi. Holm er gríðarlega efnileg og þar sem hún var þekkt úr boxinu og hefur náð frábærum árangri í MMA hefur hún hlotið mikið umtal. Margir vilja meina að hún sé þegar í hópi bestu kvenkyns bardagamanna heims og hún er án vafa einn af áhugaverðustu bardagamönnunum utan UFC.

Eftir UFC 166 tók White sér tíma til að ræða við blaðamenn og nafn Holm barst í tal:

Þú ert svona milljónasta manneskjan sem spyr mig um Holly Holm. Ég var úti á götu um daginn og einhver gaur sagði “HEY! Gefðu Holly Holm samning.” Ég sagði: “Já, ég veit, það eru allir að segja mér það.” Ég hef ekki séð hana berjast en ég er alltaf að heyra um hana. Hún er eins og kvenkyns Conor McGregor. Ég veit ekki hvernig Holly Holm lítur út og hef aldrei séð hana berjast, en ég veit hver hún er.

Líkt og McGregor hefur Holm öðlast geysilega gott orðspor áður en hún er kominn inn í UFC og þrátt fyrir að tiltölulega fáir hafi séð hana berjast hafa þeir sem til þekkja tröllatrú á að hún geti klárað bardaga eins og þeir bestu í íþróttinni. Það má því geta sér til um að það sé bara tímaspursmál hvenær við fáum að sjá Holly Holm keppa í UFC.

Hér má sjá bardaga hennar gegn Allanna Jones:

spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular