spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlent1,5 milljón króna boð í „skítabuxurnar“

1,5 milljón króna boð í „skítabuxurnar“

Justine Kish vakti athygli á dögunum þegar hún varð fyrir því óláni að skíta á sig í miðjum bardaga. Kish fékk nýlega 15.000 dollara tilboð í stuttbuxurnar sem hún klæddist í bardaganum.

Justine Kish varð brátt í brók í bardaga sínum gegn Felice Herrig á UFC bardagakvöldinu í Oklahoma á dögunum. Kish höndlaði atvikið ansi vel og gerði grín að sér á Twitter.

Kish tapaði bardaganum og fékk því ekki sigurbónusinn sem hún hafði vonast eftir. Í viðtali við Submission Radio greindi hún frá ansi skrítnu tilboði sem hún fékk.

„Ég fékk bara helminginn af því sem ég hefði viljað fá borgað fyrir bardagann. Einhver sendi mér skilaboð og sagðist vilja borga mér það sem vantaði og sagðist vilja kaupa stuttbuxurnar til að hengja þær upp í karlahellinum (e. mancave) sínum,“ sagði Kish.

„Mér fannst það ógeðslegt, það er mikið af ógeðslegu fólki þarna úti. Þannig að hann bauð 15.000 dollara [1,55 milljón ISK] í stuttbuxurnar mínar. Hann gaf upp nafnið sitt, netfangið og svona. Þetta var besta tilboðið sem ég fékk en ég skil ekki hvers vegna. Fólk er að segja mér að senda þær bara en ég trúi því ekki að þetta sé alvöru tilboð.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular