Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentÁ Raquel Pennington einhvern séns gegn Nunes?

Á Raquel Pennington einhvern séns gegn Nunes?

UFC 224 fer fram á laugardaginn þar sem þær Amanda Nunes og Raquel Pennington mætast í aðalbardaga kvöldsins. Pennington er ekki líkleg samkvæmt veðbönkum og spurning hvort hún eigi einhvern séns?

Raquel Pennington hefur ekki barist síðan í nóvember 2016 og er því eðlilegt að einhverjir aðdáendur séu búnir að gleyma henni. Hún er þó búin að vinna fjóra bardaga í röð í bantamvigt kvenna og verður áhugavert að sjá hvernig hún hefur nýtt tíman síðan hún barðist síðast.

Á pappírum virðist hún ekki hafa mörg vopn til að sigra Amöndu Nunes en við vitum ekki hvað hún er búin að vera að gera síðan hún barðist síðast. Kannski er hún töluvert betri standandi núna heldur en hún var (var ekki léleg fyrir en ekki jafn góð og Nunes).

Við höfum séð það að Amanda Nunes hatar að vera í „clinch“ baráttu. Hún vill eyða sem minnstum tíma og sem minnstri orku þar enda er það fyrsta sem hún gerir í „clinchinu“ að koma sér strax út. Pennington er ágætlega hraust og er ófeimin við „clinchið“. Þar gæti hún náð að þreyta Nunes en Nunes hefur átt það til að gasa dálítið út og þreytast ef bardaginn dregst á langinn.

Stærsti möguleikinn hjá Pennington er að þreyta Nunes, lifa af stóru bomburnar og draga bardagann á langinn. Pennington er mjög hörð og gæti mögulega staðið af sér stóru höggin hjá Nunes. Ef Pennington kemur inn með góða leikáætlun og nær að framkvæma hana að mestu leyti á hún kannski meiri séns en telja mætti.

Það er þó óneitanlegt að það vanti dálítið gæði í Pennington og er erfitt að sjá hana sigra Nunes. Það er þó alltaf eitthvað sem kemur á óvart í MMA og kannski fáum við óvænt úrslit á morgun?

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular