Eins og við greindum frá í gær hefur UFC 232 verið fært frá Las Vegas til Kaliforníu aðeins sex dögum fyrir bardagakvöldið. Allt er þetta gert svo Jon Jones geti barist en aðrir bardagamenn höfðu ekki hugmynd um breytinguna.
UFC 232 fer fram þann 29. desember þar sem Jon Jones mætir Alexander Gustafsson í aðalbardaga kvöldsins. Lyfjapróf sem Jones gekkst undir þann 9. desember sýndi óvenjulegar niðurstöður. Jones fær því ekki að berjast í Las Vegas en getur barist í Kaliforníu en nánar má lesa um málið hér. UFC 232 var því fært frá Las Vegas til Los Angeles með aðeins sex daga fyrirvara.
Aðrir bardagamenn höfðu ekki hugmynd um breytingarnar og komust af því á Twitter. Enn einu sinni var UFC ekki að láta bardagamenn sína vita af stórum breytingum.
Margir aðdáendur og fjölskyldumeðlimir bardagamanna hafa þegar bókað flug og hótel fyrir bardagakvöldið í Las Vegas. Nú þurfa miklar breytingar og bóka ný hótel og nýjar samgöngur. Þá eru einnig margir aðdáendur að koma frá Svíþjóð þar sem Alexander Gustafsson er í aðalbardaga kvöldsins gegn Jones. Mikið vesen sem bardagamenn og aðdáendur þurfa að gera út af einum bardagamanni. UFC er hreinlega að gefa skít í aðdáendur sína. Þá þurfa þeir sem voru þegar með miða í höllina í Las Vegas að kaupa nýjan miða fyrir bardagakvöldið í Los Angeles en geta fengið miðann endurgreiddan.
Eins og áður segir voru sumir bardagamenn kvöldsins að komast að þessum breytingum í gegnum samfélagsmiðla. Margir bardagamenn einfaldlega hristu hausinn vegna þessara frétta.
Megan Anderson mætir Cat Zingano á laugardaginn.
Or maybe a fighter on the card that had to find out through the internet… https://t.co/qNmwMdFSlN
— Megan Anderson (@MeganA_mma) December 23, 2018
Brian Kelleher berst á UFC 232.
Can I have some of Jon Jones purse though as reimbursement to the family that I have flying down to Vegas and the hotels booked ? @ufc
— Brian Kelleher (@brianboom135) December 24, 2018
Cris ‘Cyborg’ berst á laugardaginn. Hún þurfti einnig að hætta við fyrirhugað eftirpartý eftir bardagann í Las Vegas. Selt er inn á eftirpartý-ið og er hún þarna að missa af nokkrum aurum.
Anyone know a good travel agent? #UFC232 asking for #CyborgNation pic.twitter.com/Nmk6sHxkuB
— Cris Cyborg #CyborgNation (@criscyborg) December 24, 2018
Michael Chiesa berst á laugardaginn.
What about all the family and friends that have paid for accommodations and tickets? https://t.co/8RcVXB2KfS
— Michael Chiesa (@MikeMav22) December 24, 2018
Alexander Gustafsson mætir auðvitað Jon Jones á laugardaginn.
Now we all understand why u didn’t take the Wada test! U can be on rocket fuel,, I’ll still gonna finish u Jon! #andnew #ufc232
— Alexander Gustafsson (@AlexTheMauler) December 24, 2018
Ben Askren ætlaði að kíkja á bardagakvöldið í Las Vegas.
Well I had tickets to Vegas so…..
— Ben Askren (@Benaskren) December 23, 2018
Corey Anderson vægast sagt ósáttur með breytingarnar.
#ufc232 pic.twitter.com/Y53PHP08zH
— Corey Anderson UFC (@CoreyA_MMA) December 24, 2018
Sarah Kaufman.
I can’t imagine moving this entire event. All the flights, hotel rooms, fans, media that have already been arranged….crazy https://t.co/c39JLnfY42
— Sarah Kaufman (@mmasarah) December 24, 2018
Matt Brown er ekki lengur stoltur af því að vera UFC bardagamaður.
I’ve always been very defensive of the criticisms against ufc but I’m really not proud to be a part of this organization today.
— Matt Brown (@IamTheImmortal) December 24, 2018
Fáránlegt að bardagamenn hafi komist af breytingunum í gegnum samfélagsmiðla.
I’ve talked to multiple UFC 232 fighters and/or their reps and every single one said they found out about the location change via Twitter (or some other form of social media).
— Ariel Helwani (@arielhelwani) December 24, 2018