Thursday, March 28, 2024
HomeErlentAðrir bardagamenn á UFC 232 sáu breytinguna í gegnum Twitter

Aðrir bardagamenn á UFC 232 sáu breytinguna í gegnum Twitter

Eins og við greindum frá í gær hefur UFC 232 verið fært frá Las Vegas til Kaliforníu aðeins sex dögum fyrir bardagakvöldið. Allt er þetta gert svo Jon Jones geti barist en aðrir bardagamenn höfðu ekki hugmynd um breytinguna.

UFC 232 fer fram þann 29. desember þar sem Jon Jones mætir Alexander Gustafsson í aðalbardaga kvöldsins. Lyfjapróf sem Jones gekkst undir þann 9. desember sýndi óvenjulegar niðurstöður. Jones fær því ekki að berjast í Las Vegas en getur barist í Kaliforníu en nánar má lesa um málið hér. UFC 232 var því fært frá Las Vegas til Los Angeles með aðeins sex daga fyrirvara.

Aðrir bardagamenn höfðu ekki hugmynd um breytingarnar og komust af því á Twitter. Enn einu sinni var UFC ekki að láta bardagamenn sína vita af stórum breytingum.

Margir aðdáendur og fjölskyldumeðlimir bardagamanna hafa þegar bókað flug og hótel fyrir bardagakvöldið í Las Vegas. Nú þurfa miklar breytingar og bóka ný hótel og nýjar samgöngur. Þá eru einnig margir aðdáendur að koma frá Svíþjóð þar sem Alexander Gustafsson er í aðalbardaga kvöldsins gegn Jones. Mikið vesen sem bardagamenn og aðdáendur þurfa að gera út af einum bardagamanni. UFC er hreinlega að gefa skít í aðdáendur sína. Þá þurfa þeir sem voru þegar með miða í höllina í Las Vegas að kaupa nýjan miða fyrir bardagakvöldið í Los Angeles en geta fengið miðann endurgreiddan.

Eins og áður segir voru sumir bardagamenn kvöldsins að komast að þessum breytingum í gegnum samfélagsmiðla. Margir bardagamenn einfaldlega hristu hausinn vegna þessara frétta.

Megan Anderson mætir Cat Zingano á laugardaginn.

Brian Kelleher berst á UFC 232.

Cris ‘Cyborg’ berst á laugardaginn. Hún þurfti einnig að hætta við fyrirhugað eftirpartý eftir bardagann í Las Vegas. Selt er inn á eftirpartý-ið og er hún þarna að missa af nokkrum aurum.

Michael Chiesa berst á laugardaginn.

Alexander Gustafsson mætir auðvitað Jon Jones á laugardaginn.

Ben Askren ætlaði að kíkja á bardagakvöldið í Las Vegas.

Corey Anderson vægast sagt ósáttur með breytingarnar.

Sarah Kaufman.

Matt Brown er ekki lengur stoltur af því að vera UFC bardagamaður.

Fáránlegt að bardagamenn hafi komist af breytingunum í gegnum samfélagsmiðla.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular