spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÆtlar UFC að hætta við Danmörk og fara í staðinn til Svíþjóðar?

Ætlar UFC að hætta við Danmörk og fara í staðinn til Svíþjóðar?

Háværir orðrómar voru á kreiki á dögunum að UFC ætli sér að heimsækja Danmörk í maí. Nú virðast bardagasamtökin hafa hætt við þau plön og ætla frekar til Svíþjóðar.

Pólska vefsíðan MMAnews.pl hélt því fram á dögunum að UFC myndi halda bardagakvöld í Danmörku í fyrsta sinn þann 27. maí. Nú heldur vefsíðan FloCombat því fram að þær áætlanir hafi breyst og mun UFC frekar halda bardagakvöld í Stokkhólmi í lok maí.

Bardagakvöldið á að fara fram í Ericsson Globe Arena líkt og bardagakvöldið þann 4. október 2014 þegar Gunnar Nelson barðist við Rick Story í aðalbardaga kvöldsins.

UFC hefur ekki heimsótt Svíþjóð síðan í janúar 2015 þegar Alexander Gustafsson tapaði fyrir Anthony Johnson fyrir framn 30.000 áhorfendur í Tele 2 Arena.

Allt eru þetta þó bara orðrómar og fáum við vonandi staðfestingu á næsta bardagakvöldi UFC í Evrópu (þ.e. á eftir bardagakvöldinu í London í mars) von bráðar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular