Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAfar rólegur síðasti blaðamannafundur Conor McGregor og Floyd Mayweather

Afar rólegur síðasti blaðamannafundur Conor McGregor og Floyd Mayweather

Síðasti blaðamannafundurinn fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather var afar rólegur. Báðir voru alvarlegir og var ekkert um skirkus og skrípalæti.

Blaðamannafundurinn byrjaði 45 mínútum of seint þar sem, enn einu sinni, Conor McGregor var ekki mættur á réttum tíma.

Áður en þeir Conor og Floyd gengu á sviðið héldu menn á borð við Leonard Ellerbe, Bob Bennett og fleiri ræður. Mauricio Sulaiman, forseti WBC boxsamtakanna, kynnti sérstakt belti sem verður í húfi. Beltið er einfaldlega kallað „Money Belt“ og er gert úr krókódílaskinni og demöntum.

Báðir bardagamenn voru heiðarlegir en alvarlegir í svörum sínum í kvöld. Sennilega eru þeir báðir þreyttir á að selja bardagann og var stemningin allt öðruvísi í kvöld en á hinum blaðamannafundunum. Blaðamannafundurinn var einungis opinn fjölmiðlum og voru því engir áhorfendur í salnum. Báðir bardagamenn héldu ágætis ræður en hér má sjá nokkur ummæli þeirra.

Stemningin á blaðamannafundinum var kannski full róleg en það var gaman að sjá báða bardagamenn fagmannlega og alvarlega. Við vorum þegar búin að sjá skrípalæti á blaðamannafundinum og þurftum ekkert að sjá það í fimmta sinn. Sennilega var þetta bara góður endir á blaðamannafundunum eftir það sem á undan er gengið.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular