spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlan Jouban leggur hanskana á hilluna

Alan Jouban leggur hanskana á hilluna

UFC bardagamaðurinn Alan Jouban hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Jouban er 38 ára gamall og barðist hjá UFC í sjö ár.

Alan Jouban verður sennilega helst minnst hér á landi fyrir að hafa mætt Gunnari Nelson í mars 2017. Þá var hann á þriggja bardaga sigurgöngu en Gunnar kláraði hann með hengingu í 2. lotu.

Jouban átti fínan feril í UFC en komst aldrei á topp 15 í veltivigtinni. Hann vann átta bardaga í UFC og tapaði fimm en lýkur ferlinum með bardagaskorið 17-7.

Meðfram bardagaferlinum hefur Jouban starfað sem fyrirsæta. Þessa dagana höfum við séð hann sem sérfræðing í setti á UFC bardagakvöldum. Markmið hans er að gerast lýsandi hjá UFC og setur hann nú allan fókus á það.

Jouban barðist síðast á UFC 255 þar sem hann sigraði Jared Gooden í skemmtilegum bardaga. Jouban var fjórum sinnum í besta bardaga kvöldsins hjá UFC og getur gengið sáttur frá borði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular