Albert Tumenov hefur yfirgefið UFC og samið við ACB Berkut bardagasamtökin. Tumenov, sem Gunnar sigraði í fyrra, greindi einnig frá veikindum sem hafa hrjáð hann.
Á laugardaginn lýsti Tumenov því yfir að hann væri samningslaus eftir að hafa hafnað nýjasta samningsboði UFC. Hann var ekki lengi á frjálsa markaðnum enda samdi ABC við hann í gær.
Í sömu yfirlýsingu á Instagram greindi hann stuttlega frá veikindum sem hafa verið að hrjá hann. „Tvö síðustu töpin mín voru vegna veikinda. Eins og þið vitið kannski var ég í Kóreu [á dögunum] og guði sé lof var meðferðin þar árángursrík. Núna munu þið sjá alvöru ‘Einstein’,“ sagði Tumenov á laugardaginn.
Tumenov ber viðurnefnið Einstein og hefur tapað tveimur bardögum í röð eftir að hafa áður unnið fimm bardaga í röð í UFC. Eftir tapið gegn Gunnari mætti hann Leon Edwards og tapaði með uppgjafartaki í 3. lotu.
ACB bardagasamtökin hafa verið á miklu flugi undanfarið en Tumenov yfirgefur UFC eftir fimm sigra og þrjú töp.