spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlbert Tumenov yfirgefur UFC

Albert Tumenov yfirgefur UFC

Albert Tumenov hefur yfirgefið UFC og samið við ACB Berkut bardagasamtökin. Tumenov, sem Gunnar sigraði í fyrra, greindi einnig frá veikindum sem hafa hrjáð hann.

Á laugardaginn lýsti Tumenov því yfir að hann væri samningslaus eftir að hafa hafnað nýjasta samningsboði UFC. Hann var ekki lengi á frjálsa markaðnum enda samdi ABC við hann í gær.

Моим друзьям болельщикам. Недавно мне позвонили из организации UFC, с предложением переписать контракт, условия предложение были неприемлемые, и скорее всего я стану свободным агентом. Слава Всевышнему сейчас много других организации, даже в России которые уже наступают на пятки UFC. Мои последние два поражения, были обусловлены моей болезнью, как вы знаете недавно я был в Корее, и хвала Всевышнему лечение было удачным. Теперь вы увидите настоящего “Эйнштейна” . В какой организации? Посмотрим. #ufc #tumenov

A post shared by Albert Tumenov Official (@alberttumenov_) on

Í sömu yfirlýsingu á Instagram greindi hann stuttlega frá veikindum sem hafa verið að hrjá hann. „Tvö síðustu töpin mín voru vegna veikinda. Eins og þið vitið kannski var ég í Kóreu [á dögunum] og guði sé lof var meðferðin þar árángursrík. Núna munu þið sjá alvöru ‘Einstein’,“ sagði Tumenov á laugardaginn.

Tumenov ber viðurnefnið Einstein og hefur tapað tveimur bardögum í röð eftir að hafa áður unnið fimm bardaga í röð í UFC. Eftir tapið gegn Gunnari mætti hann Leon Edwards og tapaði með uppgjafartaki í 3. lotu.

ACB bardagasamtökin hafa verið á miklu flugi undanfarið en Tumenov yfirgefur UFC eftir fimm sigra og þrjú töp.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular