Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentDemetrious Johnson og Jacare fá bardaga í apríl

Demetrious Johnson og Jacare fá bardaga í apríl

Fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson mætir Wilson Reis á UFC bardagakvöldinu í Kansas City þann 15. apríl. Sama kvöld mun Ronaldo ‘Jacare’ Souza berjast við Ástralann Robert Whittaker.

Bardagakvöldið verður sýnt á Fox sjónvarpsstöðinni og verður titilbardagi Johnson aðalbardagi kvöldsins. Þetta verður tíunda titilvörn Johnson í UFC en síðast sáum við hann verja beltið gegn Tim Elliot. Með sigri á Reis mun Johnson jafna met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í UFC.

Johnson átti að mæti Wilson Reis í júlí í fyrra en meistarinn meiddist. UFC kaus að fara aðra leið með Johnson og mætti Johnson TUF sigurvegaranum Elliot. Núna fær Reis tækifærið sitt en Reis er 32 ára Brasilíumaður sem hefur unnið þrjá bardaga í röð í fluguvigtinni. Síðast sáum við hann vinna Ulka Sasaki á UFC 208.

Ronaldo ‘Jacare’ Souza hefur unnið sjö af átta bardögum sínm í UFC og er einn sá besti í þyngdarflokkinum. Hann mætir Robert Whittaker sem hefur unnið alla fimm bardaga sína í millivigt UFC. Whittaker er 26 ára gamall og þykir líklegur til að vera í titilbaráttunni í framtíðinni.

UFC on Fox 24 bardagakvöldið er því farið að líta vel út. UFC hafði áður staðfest bardaga á milli Rose Namajunas og Michelle Waterson í strávigt kvenna á bardagakvöldið. Þá mun Jeremy Stephens mæta Renato Moicano sama kvöld.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular