spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlexander Gustafsson mætir Jan Blachowicz í Hamburg

Alexander Gustafsson mætir Jan Blachowicz í Hamburg

gustafsson hamburg blackowiczSvíinn Alexander Gustafsson mætir hinum pólska Jan Blachowicz á UFC bardagakvöldinu í Hamburg, Þýskalandi. Þetta verður fyrsti bardagi Gustafsson síðan hann tapaði fyrir Daniel Cormier.

Gustafsson er einn af þeim bestu í léttþungavigtinni en er bara með einn sigur í síðustu fjórum bardögum. Hann hefur tapað báðum titilbardögum sínum, síðast gegn Cormier, og vill komast á smá sigurgöngu áður en hann berst aftur um titil. Bardagakvöldið í Hamburg fer fram 3. september en Gustafsson barðist síðast í október í fyrra.

Jan Blachowicz er með tvo sigra og tvö töp í UFC. Síðast sigraði hann Igor Pokrajac í apríl en Blachowicz er ekki á topp 15 styrkleikalista UFC á meðan Gustafsson er í 4. sæti. Blachowicz sigraði æfingafélaga og vin Gustafsson, Ilir Latifi, í frumraun sinni í UFC. Gustafsson getur því hefnt fyrir tapið og komist aftur á sigurbraut með sigri á Blachowicz.

UFC staðfesti einnig bardaga Brad Pickett og Henry Briones. Þessi bantamvigtarslagur bætist við smekkfullt bardagakvöldið í Þýskalandi og stefnir í gott bardagakvöld.

Þungavigtarmennirnir Andrei Arlovski og Josh Barnett mætast í aðalbardaga kvöldsins en eftirtaldir bardagar hafa nú þegar verið staðfestir á bardagakvöldið:

Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Josh Barnett
Léttþungavigt: Alexander Gustafsson gegn Jan Błachowicz
Léttþungavigt: Ryan Bader gegn Ilir Latifi
Millivigt: Scott Askham gegn Jack Hermansson
Veltivigt: Peter Sobotta gegn Nicolas Dalby
Veltivigt: Jessin Ayari gegn Emil Weber Meek
Þungavigt: Jarjis Danho gegn Christian Colombo
Léttvigt: Nick Hein gegn Tae Hyun Bang
Léttvigt: Rustam Khabilov gegn Reza Madadi
Bantamvigt: Brad Pickett gegn Henry Briones

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular