spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentAlexander Gustafsson með sigur og bónorð í beinni

Alexander Gustafsson með sigur og bónorð í beinni

UFC Fight Night: Gustafsson vs. Teixeira fór fram í Stokkhólmi fyrr í kvöld. Alexander Gustafsson átti magnaða frammistöðu þegar hann sigraði Glover Teixeira með rothöggi.

Þetta var ein besta frammistaða Gustafsson á ferlinum en hann raðaði inn höggunum á grjótharðan Glover Teixeira allar fimm loturnar. Það var svo loksins í 5. lotu sem Teixeira gaf sig eftir þrjú upphögg í röð. Upphöggið var að virka afar vel fyrir Gustafsson í kvöld og kláraði hann Teixeira með rothöggi snemma í 5. lotu.

Eftir bardagann fór hann á skeljarnar og bað kærustu sína um að giftast sér. Hún sagði auðvitað já en þau eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. Bardagakvöldið var fínasta skemmtun en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Alexander Gustafsson sigraði Glover Teixeira með rothöggi eftir 1:07 í 5. lotu.
Léttþungavigt: Volkan Oezdemir sigraði Misha Cirkunov með rothöggi eftir 28 sekúndur í 1. lotu.
Veltivigt: Peter Sobotta sigraði Ben Saunders með tæknilegu rothöggi eftir 2:29 í 2. lotu.
Veltivigt: Omari Akhmedov sigraði Abdul Razak Alhassan eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Nordine Taleb sigraði Oliver Enkamp eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Jack Hermansson sigraði Alex Nicholson með tæknilegu rothöggi eftir 2 mínútur í 1. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Pedro Munhoz sigraði Damian Stasiak eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Trevor Smith sigraði Chris Camozzi eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Joaquim Silva sigraði Reza Madadi eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Bojan Veličković sigraði Nico Musoke með rothöggi eftir 4:37 í 3. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Veltivigt: Darren Till sigraði Jessin Ayari eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Damir Hadžović sigraði Marcin Held með rothöggi eftir 7 sekúndur í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular