spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAxel Kristinsson gagnrýnir Bjarna Friðriks og Júdósamband Íslands

Axel Kristinsson gagnrýnir Bjarna Friðriks og Júdósamband Íslands

axel kristinsson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Axel Kristinsson gagnrýnir Júdósamband Íslands og þá sérstaklega Bjarna Friðriksson í pistli á Facebook. Axel, sem er margfaldur Íslandsmeistari í júdó, finnst hann ekki velkominn lengur í júdósenunni á Íslandi.

Í pistlinum tekur Axel fyrir nokkur tilvik og hvers vegna honum finnst hann ekkert sérstaklega velkominn lengur innan júdóheimsins.

Axel var kjörinn íþróttamaður Seltjarnarness árið 2015 og segir hann að Júdósamband Íslands og þá sérstaklega Bjarni Friðriksson hafi reynt að koma í veg fyrir að hann hlyti titilinn. Vísar hann þar m.a. í opinber gögn og að Bjarni hafi gert lítið úr afrekum Axels.

Þá segir Axel einnig frá því þegar hann ætlaði með 15 krakka úr Mjölni til að keppa á Vormóti JSÍ í fyrra fyrir hönd Ármanns. Axel hafði undirbúið krakkana vel í nokkrar vikur en daginn fyrir mótið var þeim bannað að keppa á þeim forsendum að ekkert þeirra væri með gula beltið. Axel gefur lítið fyrir þá útskýringu og segir að keppendur á júdómótum hér heima hafi áður verið skráðir undir hærri gráðu en þeir eru með í raun og veru.

Axel lýkur pistlinum svo á þessum orðum: „Skyldu Bjarni Friðriksson og JSÍ vilja biðja mig afsökunar á ofangreindum málum myndi ég glaður taka við þeirri afsökunarbeiðni, þar sem eina leiðin upp á við byggir á gagnkvæmri virðingu og aldrei er of seint að rétta úr kútnum. Meðfylgjandi mynd er fengin af Íslandsmótinu, en þess má geta að ég heyrði marga áhorfendur mótsins tala um að ég gæti einungis unnið glímur í gólfinu og að ég kynni ekki að kasta lengur,“ segir Axel.

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

 

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular